Stjórnarfundur

10.10.2013

10. október 2013 kl. 18.00

Mætt: Sigurður Ólafsson formaður, Helga Stefánsdóttir, Auður Eggertsdóttir, Hafdís Helgadóttir, Þorsteinn E. Arnórsson, Hörður Ólafsson, Þorgils Guðnason, Elsa M. Guðmundsdóttir og Dusanka Kotaras.

1.       Starfsáætlun
Guðný Björnsdóttir frá landsskrifstofu kemur til Akureyrar 28. október. Þá verður fyllt út starfsáætlun fyrir sameinaða deild. Þá er gott að drögin frá Grenivík, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði liggi fyrir. Öll verkefni sem hafa verið unnin á svæði deildarinnar koma inn í starfsáætlun.
Umræða um tekjuskiptingarkerfið. Rætt um hvað stjórnarmaður þurfi að taka af námskeiðum o.fl. til að skora sem hæst í tekjuskiptingarkerfinu.
Sigurður formaður las bréf frá Siglufirði um það sem þau vilja framkvæma og kostnað við það á árinu 2014. Verkefnin eru námskeið og þjónusta við heimsóknarvini og barnfóstrunámskeið.
Ólafsfjörður vill leggja áherslu á „föt sem framlag“ og prjónahóp.
Grenivík vill leggja áherslu á skyndihjálparnámskeið til að byrja með. Starfið þar er nýbyrjað, gæti verið athugandi að koma af stað prjónahóp. Einhverjir hafa skrifað undir sjálfboðaliðasamning.

2.       Neyðarvarnir
Mikið að gera í þeim málum.
Breytingar í aðgerðastjórn. Sigurður Ólafsson tekur stað Páls Sverrissonar þannig að tveir frá Rauða krossinum fari í sameiginlega aðgerðastöð á lögreglustöðinni á Akureyri.
Námskeið á Grenivík, fjöldahjálparliðanámskeið sem tókst með ágætum. 12 aðilar á Grenivík eru fjöldahjálparliðar.
Stjórn Rauða krossins hefur ákveðið að leggja fyrir tillögu  um neyðarmiðstöð. Sigurður formaður las bréf þess efnis þar sem fjölmörg atriði og áherslur eru útlistaðar. Hefur verið samþykkt og eru höfuðstöðvarnar í Reykjavík neyðarmiðstöð. Talsverðum fjármunum mun verða varið í þessa miðstöð og tækjabúnað.
Þátttaka Rauða krossins er að aukast í ýmsum verkefnum sem tengjast neyðarvörnum, slysum og náttúru.
Rætt um tetrastöðvar og staðsetningu þeirra.
Fjöldi aðila sem eru fjöldahjálparstjórar á svæðinu, hversu margir ætli séu?
Væri gott að skerpa á þekkingu og hóa saman hópnum í æfingu/fræðslu.

3.       Lautarmál
Fjármunir til rekstursins munu koma frá Akureyrarbæ ásamt árlegu framlagi Geðverndarfélagsins sem kemur frá velferðarráðuneytinu. Rauði krossinn sér um daglegan rekstur og sjálfboðaliðar verða í nafni Rauða krossins sem sér um alla umsýslu.
Stjórnin samþykkir að veita Sigurði formanni og Hafsteini framkvæmdastjóra umboð til að ganga frá samningi við Akureyrarbæ vegna Lautar.

4.       Jólaaðstoðin
Jólaaðstoðin verður með sama sniði og í fyrra í samstarfi við Kirkjuna, Mæðrastyrksnefnd og Hjálpræðisherinn. Verið er að undirbúa drög að samningi um þetta samstarf.
Svæðið er frá Siglufirði og út á Grenivík. Huga þarf að samstarfi við aðila á stöðum á starfssvæði deildarinnar.
Samræmt eyðublað til að ákvarða úthlutanir ef af þessu verður. Einungis verði hægt að sækja um aðstoð á einum stað.
Símsvörun verði vonandi í símsvörunarveri, var mikið álag í fyrra, eingöngu var eitt núna.
Hafsteinn og Guðný Bergvinsdóttir verði fulltrúar okkar í samstarfshópi um jólaaðstoðina. Stjórnin samþykkir að halda þessu samstarfi áfram og framlag okkar verði kr. 500.000.

5.       Söfnun fyrir Sýrlendinga
Stjórnin samþykkir að gefa kr. 250.000, kr. 50.000 komi frá fyrrverandi Ólafsfjarðardeild. Eyjafjarðardeild gefur þá samtals kr. 300.000.

6.       Staðan á framkvæmdum
Mjög umfangsmiklar framkvæmdir, hefur verið mjög dýrt fram að þessu, stórir útgjaldapóstar eru þó að mestu búnir.
Þetta er umfangsmeira en gert var ráð fyrir. Mikilvægast er að klára búðarhlutann. Nú þegar eru komnar rúmar 20 milljónir króna og jafnvel annað eins eftir þannig að búðin verði komin í gagnið. Vonandi verður búðin komin upp fyrir jól.
Hafsteinn hefur verið afar mikið að vinna við þessar framkvæmdir ásamt öðrum. Það er mjög mikilvægt að fá sjálfboðaliða í verk sem við getum unnið til að létta undir.

7.       Bréf frá landsskrifstofu
Farið yfir helstu mál landsskrifstofu um þessar mundir.

8.       Önnur mál
a Skyndihjálparkennsla – átak í því á næsta ári
b Fataflokkun – höfum verið að taka við fötum frá Dalvík. Það verður meiri flokkun hér á Akureyri í framtíðinni með stækkandi húsnæði. Tískusýning á Glerártorgi fyrir jólin?
c Ánægjukönnun – meðal sjálfboðaliða. Niðurstöður kynntar.
d Fésbókarsíða Rauða krossins – athugandi að gera sameiginlega síðu. Ath. að deildin tilnefni „ritstjóra“, frekar að deildin verði með okkar „sérsíðu“?
e Formannafundur – verður 2. nóvember nk. Sigurður og Hafsteinn fara og hugsanlega fleiri.
f Bréfaskriftir deilda á Reykjavíkursvæðinu og símafundurinn. Tillaga stjórnar Eyjafjarðardeildar að ályktun:

„Stjórn Eyjafjarðardeildar harmar þá óeiningu sem komin er upp innan félagsins og hvetur deildir til jákvæðari samskipta og að horft verði til framtíðar í starfi félagsins þar sem eining og samheldni ríki.
Deildarstjórnin fagnar ákvörðun stjórnar landsfélagsins um stofnun Neyðarmiðstöðvar Rauða krossins og telur að það muni styrkja hlutverk félagsins í neyðarvörnum.“

Meira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20.15