Stjórnarfundur á Akureyri

18.6.2013

á Akureyri 18. júní 2013

Mættir: Sigurður Ólafsson formaður, Kristín M. Karlsdóttir, Dusanka Kotaras, Hörður Ólafsson, Helga Stefánsdóttir, Elsa M. Guðmundsdóttir, Eva Björg Guðmundsdóttir, Þorsteinn E. Arnórsson og Helga I. Jóhannsdóttir.

Auk þeirra: Guðný Björnsdóttir, Guðný Bergvinsdóttir, Hermann Ottósson, Jón G. Knutsen og Hafsteinn Jakobsson.

Sigurður fór yfir helstu atriði sem fram komu á fundum sem haldnir voru á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði.

Rætt um að standa saman að jólaaðstoð.

Rætt um að fjölga í skyndihjálparhópi.

Guðný Björnsdóttir fór yfir aðgengi sjálfboðaliða að grunni Rauða krossins og vef Rauða krossins.

Guðný Bergvinsdóttir ræddi um að fara inn i þessa sameiningu með jákvæðum huga.

Stjórn fór í lok fundarins með fundargesti og sýndi þeim nýframkvæmdir við húsnæði deildarinnar á Akureyri.