Stjórnarfundur

21.1.2014

haldinn 21. janúar 2014 kl. 18.00

Mætt: Sigurður Ólafsson formaður, Helga Stefánsdóttir, Dusanka Kotaras, Þorsteinn E. Arnórsson, Þorgils Guðnason, Eva Björg Guðmundsdóttir, Helga I. Jóhannsdóttir, Elsa María Guðmundsdóttir, Hörður Ólafsson, Auður Eggertsdóttir, Kristín Karlsdóttir og Hafsteinn Jakobsson. Forföll: Hafdís Helgadóttir.

 1. Opnun verslunar á Akureyri 
  Verslunin verður opin milli 13.00 og 17.00 alla virka daga. Það eru 12 einstaklingar sem munu starfa við búðina. Formleg opnun verður 24. janúar nk. kl. 16.00. Boðið verður upp á kaffi og með því, fluttar verða ræður og þakkarskjöldur settur upp í minningu um Einhildi Sveinsdóttur en fimm milljónum var veitt úr minningarsjóði hennar í framkvæmdina. Stofna á sérreikning fyrir búðina þannig að hægt verði að vera með posa og skrifaði stjórnin undir yfirlýsingu þess efnis. Umræður: Hvað þarf að koma til til að geta haft búðina opna lengur og um helgar? Þá verða að vera minnst 20 einstaklingar sem myndu deila með sér vinnunni því þá verður að fara að skipta niður á vaktir.
 2. Jólaaðstoð 
  Jólaaðstoðin gekk vel, 350 umsóknir bárust. Úthlutað var kortum í Samkaup/Úrval-verslanir fyrir 7 milljónir króna ásamt fataúthlutun og fiski. Það var sami hópur og í fyrra sem stóð að þessu, þ.e. Rauði krossinn, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn og Mæðrastyrksnefnd. Gerður var samningur til þriggja ára á milli þessara aðila. Hvert félag lagði til kr. 500.000 og leitað var eftir styrkjum sem reyndist vel. Vilborg hjá Hjálparstarfi kirkjunnar er að vinna samantekt um úthlutun fyrir jólin 2013. Þeim einstaklingum sem fengu úthlutað var boðið á fjármálanámskeið sem fram fer í lok janúar.
 3. Afmælisár 
  Rauði krossinn á Íslandi er 90 ára á árinu 2014. Áhersluverkefni félagsins á að vera skyndihjálp. Það er Þórunn Lárusdóttir sem er verkefnisstjóri afmælishátíðar. Búið er að gefa út „app“ sem hægt er að ná í á veraldarvefnum. Fara á með kynningar um Rauða krossinn inn í skóla og fyrirtæki . Það er verkefnið fyrir okkur í vor og haust. Skoða á búnað sveitanna, það er dúkkur, teppi o.fl. Umræða: Leiga á dúkkum? Það er í lagi að leigja þær út, þarf að setja reglur hvernig er staðið að því ásamt verði.
 4. Aðalfundur Eyjafjarðardeildar 
  Aðalfundur deildarinnar verður fimmtudaginn 13. mars og að þessu sinni á Siglufirði kl. 20.00. Farið var yfir hverjir gefa kost á sér áfram. Sigurður, Guðný og Hafsteinn fara og hitta stjórnarmenn nú í janúar, ekki liggur fyrir nánari tímasetning.
 5. Staða verkefna á félagssvæðinu 
  Farið var yfir verkefnaáætlun þessa árs.
 6. Önnur mál 
  Sameina á alla reikninga og eignir frá áramótum 2014, hver deild gerir upp sinn ársreikning á aðalfundi. Úttektir fyrir kaffi og annað á að skrifa á sameinaða deild Rauða krossins. Eyjafjarðardeildin er með reikning í Samkaup/Úrval. Hætta á að nota reikninga sem deildirnar voru með áður. Framkvæmdir á Akureyri. Þó að búðin sé klár þá er mikið eftir og eru framkvæmdir stopp í bili. Heildarkostnaður við húsið á síðasta ári var kr. 47 milljónir. Rætt um hvernig hægt væri að fjármagna það sem út af stendur og halda framkvæmdum áfram. Fataverkefnið gaf af sér 16 milljónir. Rætt um breytingar á skiptingu á kassatekjum. Sigurður hefur setið í nefnd sem hefur verið að fjalla um það. Fastaframlag til deildar er 3% af kassatekjum, síðan eru það íbúahlutatekjurnar sem ekki eru komnar á hreint, ca. kr. 5,2 milljónir. Hægt verður að sækja í Verkefnasjóð og þá er metið hvert verkefni um sig. Tekjum má eyða í verkefni sem eru undir markmiðum Rauða krossins á Íslandi en ekki má ganga á sjóðina til þurrðar. Umræða um leiguhúsnæði á Ólafsfirði og aðstöðu sem þau hafa fyrir fataflokkun. Finna þarf úrræði fyrir fataflokkunina með haustinu. Deildirnar eiga að halda áfram að hafa sama fyrirkomulag með fatasöfnunina. Spurningar vöknuðu um námskeið í heimsóknarvinum á Ólafsfirði. Kristín ætlar að athuga með námskeið hjá Mundínu og Margréti sem sjá um heimsóknarvini á Siglufirði. Að lokum skoðuðu fundarmenn húsnæði nýju verslunarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.00