Fundur með heimafólki á Ólafsfirði

27.1.2014

á Ólafsfirði 27. janúar 2014

Mætt: Sigurður Ólafsson, Hafsteinn Jakobsson, Guðný Björnsdóttir, Eva Björg Guðmundsdóttir, Helga Stefánsdóttir og Aðalheiður Sigurjónsdóttir.

Rætt um heimsóknarvini, að það væru nokkrir í bænum sem vildu gerast heimsóknarvinir. Athuga með námskeið fyrir þá með Siglfirðingum.

Fötum er pakkað alla fimmtudaga, 2 konur sem sjá um það. Opið milli 10.00 og 12.00. Prjónakonur hittast kl. 8.00 til 12.00.

Einn fatagámur staðsettur hjá netaverkstæðinu niður við bryggju. Pakkað úr honum inni á netaverkstæði og sent suður. Athuga að bæta við 1 gám.

Skyndihjálparkennsla, námskeið. Rauði krossinn borgar ekki fyrir þau námskeið í skólanum. Helga sendir skólastjóranum bréf þess efnis.

Hvetja til að fá fleiri til að aðstoða við fatapökkunina, setja á bretti.

Á Ólafsfirði eru til 2 dúkkur, ein fullorðin og eitt barn, engar talstöðvar. Ath. með 1 nýjan gám.

Fleira ekki tekið fyrir.