Stjórnarfundur

6.10.2014

á Akureyri 6. október 2014

Mætt: Sigurður Ólafsson, Dusanka Kotaras, Helga I. Jóhannsdóttir, Elsa M. Guðmundsdóttir, Hafsteinn Jakobsson og Stefán Arnaldsson.

1.       Fundargerð síðasta fundar lesin.

2.       Þéttsetinn október framundan.

19. október: Eldað fyrir Ísland
Gert ráð fyrir að opna fjöldahjálparstöðvar á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og Grenivík.
Félag íslenskra matreiðslumeistara (manna) mun elda kjötsúpu og Rauði krossinn geti kynnt starfsemi sína um leið. FÍM á að hafa frumkvæði að samskiptum í undirbúningi. Gerum ráð fyrir að opna fjöldahjálparstöð í Lundarskóla hér á Akureyri. Rætt um kynningarefni og að fylgja reglum um opnun fjöldahjálparstöðvar.

 3.       Verkefnasmiðja 21. október. Þar verður rætt um niðurstöður úr skýrslunni „Hvar þrengir að“. Er fyrir deildir á Norðurlandi. Guðný Björnsdóttir stýrir þessari vinnu.

4.       Fjárhagsáætlanagerð fyrir deildina – fundur 27. október.

5.       7. og 8. nóvember er stjórnendanámskeið fyrir þá sem koma að neyðarvörnum. Nánar auglýst síðar.

6.       Sameiginlegur fundur deilda á Norðurlandi laugardaginn 11. október á Sauðárkróki. Aðallega til að ræða ráðningu á starfsmanni (verkefnastjóra) fyrir svæðið. Sameiginlegar neyðarvarnir verða líka ræddar og möguleikar á sameiginlegu námskeiðahaldi.

7.       1. nóvember er formannafundur í Reykjavík, formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri munu sækja fundinn.

8.       Önnur mál
- Helga nefnir að þurfi að fara að panta peysur. Hafsteinn kannar hjá aðalskrifstofu varðandi pöntun á peysum og skoðar samning við 66° Norður.
- Staða umsókna í Verkefnasjóð. Sigurður Ólafsson fer yfir þau mál. Fundur með þeim 16. október til að klára það.
- Fyrirséð að við fáum peninga inn á 6 verkefni. 3 verkefni eru í frekari skoðun.
- Bókhaldsverkefni deildarinnar. Bókhaldið vegna Norðurlandsdeilda verði fært suður á landsskrifstofu. Verður í kjölfar þess að starfsmaður fyrir Norðurland muni verða í 50% starfi. Munum þurfa að færa bókhaldið út árið 2014 og munum þurfa að gera breytingar á starfinu í byrjun árs 2015.
- Rætt um áherslur og hugmyndir um nýjan tilvonandi starfsmann fyrir Norðurland.
- Staða í Laut er þannig að verið er að huga að stofnun hollvinasamtaka o.fl. til að afla tekna – þörf á auknu fé frá ríkinu. Akureyrarbær hefur þó tryggt fjármagn til reksturs fram að áramótum.
- Skólaheimsóknir í vinnslu.
- Fundir út með firði í nóvember. Mikilvægt að halda góðum tengslum við byggarlögin. Ath. að skoða húsnæðismál á Ólafsfirði og Dalvík. Eitt af því sem þarf að ræða á fundum þar.
- Sjúkrabíll í Hrísey. Fjallabyggð þrýstir á að fá sjúkrabíl þangað. Hafsteinn fylgir því máli eftir – er í farvegi.
- Húsnæðið í Viðjulundi – áframhaldandi uppbygging – Hafsteinn leiti eftir tilboðum í steypuvinnu og hitalögn í gólf í suðurhluta.
- Jólaaðstoð – hefur farið vel af stað – verið fundað tvisvar – næsti fundur með stærri hóp. Álfheiður Svana mun funda með Hafsteini. Útfærsla á jólafataaðstoð og pakkaúthlutun líklega 13. desember.
- Hugmynd að símaveri vegna jólaaðstoðar í Viðjulundi eða Glerárkirkju.
- Námskeið í 1717 verður núna í október.

Fleira ekki rætt.