Aðalfundur

10.3.2015

haldinn 10. mars 2015 í Viðjulundi, Akureyri

1.       Fundur settur
Sigurður Ólafsson formaður deildarinnar setti fund kl. 19.40 og bauð fundarmenn velkomna.
Gunnar Frímannsson var skipaður fundarstjóri og tók hann við stjórn fundarins.
Fundarritari var skipuð Guðlaug Kristinsdóttir.

2.       Skýrsla/greinargerð um starf deildarinnar.
Sigurður Ólafsson flutti skýrslu stjórnar. Þar kom m.a. fram:
Skráðir félagar eru 1.141. 180 félagar eru með sjálfboðaliðasamning en 589 sjálfboðaliðar og aðrir tóku þátt í félagsstarfinu á einn eða annan hátt. Helstu verkefni síðasta árs voru:
- Móttaka ýmissa hópa, s.s. skóla- og leikskólabarna sem eru alltaf fagnaðarefni og kærkomnar.
- Á skrifstofunni störfuðu 3 starfsmenn í um 1,4 stöðugildum.
- Starf með innflytjendum. Markmið að auka málfærni og málskilning barna innflytjenda.
- Námskeiðahald, t.d. skyndihjálp, áfallahjálp fyrir viðbragðahóp og fræðsla fyrir heimsóknarvini.
- Fatasöfnun og fataflokkun. Deildin sendi frá sér 10 40 feta gáma auk fatnaðar sem safnaðist í Fjallabyggð. Að auki var seldur fatnaður fyrir kr. 16.481.401 í versluninni á Akureyri.
- Föt sem framlag. Héðan voru sendir samtals 2.173 fatapakkar til Malavi og Hvíta-Rússlands.
- Neyðarvarnir. Eldað fyrir Ísland þar sem voru opnaðar fjöldahjálparstöðvar á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Grenivík og Akureyri. Æfing með stjórnendum í neyðarvörnum.
- Aðstoð við opnun fjöldahjálparstöðvar í Mývatnssveit v. eldgoss í Holuhrauni.
- Í neyðarnefnd eru Birna Björnsdóttir, Ólafsfirði, Ólafur Sigurðsson, Siglufirði, Páll Sverrisson og Sigurður Ólafsson, Akureyri, og Símon Páll Steinsson, Dalvík.
- Skyndihjálparhópur og viðbragðshópur er starfandi.
- Samstarf áfram með Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd og Hjálpræðishernum í jólaaðstoðinni gekk vel.
- 112-dagurinn, þar buðu félagar í Ólafsfirði upp á vöfflukaffi.
- Hjálparsíminn 1717. Í samstarfi við Reykjavíkurdeild og sjálfboðaliða frá Háskólanum á Akureyri sem sjá um símsvörun.
- Heimsóknarvinir eru starfandi bæði á Akureyri og Siglufirði. Heimsóknir á árinu voru 3058.
Prjónahópur á Ólafsfirði hittist í hverri viku. Verið að kanna hvort hægt sé að finna hentugra húsnæði þar.
- Lautin er nú í fyrsta skipti rekin án fjárframlags frá deildinni. Þangað komu um 3000 heimsóknir á síðasta ári. 3 starfsmenn í 2,6 stöðugildum.
- Framkvæmdir halda áfram hér í Viðjulundinum.
Um síðustu áramót hóf Ingibjörg E. Halldórsdóttir störf, að hluta til hjá Eyjafjarðardeild og að hluta til sem verkefnastjóri deilda á Norðurlandi. Tók hún þar við af Guðnýju Björnsdóttur sem er flutt suður. Sigurður þakkaði Guðnýju fyrir samstarfið. Jafnframt þakkaði hann stjórnarmönnum, samstarfsmönnum, sjálfboðaliðum og öðrum sem hafa lagt starfinu lið á einn eða annan hátt.

3.       Skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu. Ársreikningurinn er unninn af Grant Thornton endurskoðanda. Hafsteinn Jakobsson deildarstjóri kynnti reikninginn.

Rekstrartekjur                 kr. 46.453.498
Rekstrargjöld                    kr. 35.035.056
Fjármagnstekjur             kr.        427.547
Hagnaður                           kr. 11.845.989
Eignir   
Fastafjármunir                 kr. 109.879.013
Veltufjármunir                 kr.   25.249.715
Samtals eignir                   kr. 135.128.728

Skuldir og eigið fé
Eigið fé                                kr. 132.858.134
Skammtímaskuldir         kr.     2.270.594

Handbært fé í árslok      kr.   24.592.197

Reikningar lagðir fram til afgreiðslu. Fram kom m.a. að nú er aðalfundur Rauða kross Íslands haldinn annað hvert ár þannig að það kemur alltaf fram mismunur þar milli ára.
Reikningar bornir upp og samþykktir samhljóða.

4.       Framkvæmda- og fjárhagsáætlun lögð fram. Hafsteinn kynnti framkvæmda- og fjárhagsáætlun. Stefnt er á áframhaldandi starf að þeim verkefnum sem hafa verið í gangi. Fram kom í umræðu hvort heimilt væri að gera áætlun með neikvæðri niðurstöðu þar sem ekki mætti reka deildina með halla. Formanni og deildarstjóra falið að kanna málið.

Áætlaðar tekjur                              kr. 28.705.174
Áætluð gjöld                                     kr. 29.154.000

Fram kom að tekjur væru vanáætlaðar m.v. framlagðan ársreikning og stjórn mun skoða áætlunina.

5.       Innsendar tillögur
Engar tillögur hafa borist en þær þurfa að hafa borist 7 dögum fyrir aðalfund.

6.       Kosning deildarstjórnar skv. 21. gr.
Fyrir sitja til 2016:
Hörður Ólafsson, Akureyri,
Kristín María Karlsdóttir, Siglufirði,
Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Ólafsfirði.

Tillaga til 2017:
Sigurður Ólafsson, Akureyri, formaður,
Helga I. Jóhannsdóttir, Akureyri,
Elsa M. Guðmundsdóttir, Akureyri,
Eva Björg Guðmundsdóttir, Dalvík,
Dana Jóna Sveinsdóttir, Dalvík,
Jónas Þór Karlsson, Akureyri, (kosinn til eins árs í stað Hafdísar)
Varamenn til eins árs:
Fjóla Stefánsdóttir, Grenivík,
Harpa Hlín Jónsdóttir, Ólafsfirði,
Stefán Arnaldsson, Akureyri, og
Friðrik Steinar Svavarsson, Siglufirði.

Formaður var kosinn fyrst, samþ. samhljóða.
4 aðalmenn til tveggja ára, samþ. samhljóða
1 aðalmaður til eins árs, samþ. samhljóða
4 varamenn til 1 árs, samþ. samhljóða

Kosning skoðunarmanns til eins árs.
Kristrún Linda Björnsdóttir samþykkt samhljóða.

Í kjörnefnd sátu Jón G. Knutsen formaður, Páll Sverrisson og Ingibjörg Elín Halldórsdóttir.

7.       Önnur mál
Jón Knutsen ræddi um framkvæmdirnar í nýja hluta húsnæðisins á Akureyri. Þakkaði þeim sjálfboðaliðum sem hafa lagt sitt af mörkum til þess og hvatti fundarmenn til að leggja hönd á plóg við þær framkvæmdir sem eftir eru.
Hafsteinn sagði frá fyrirlestri um áfallastreitu sjálfboðaliða á hamfarasvæðum sem verður haldinn 31. mars kl. 19.30 í Rauða kross húsinu við Viðjulund 2 á Akureyri.

8.       Fundi slitið
Sigurður Ólafsson formaður til 2017 þakkaði fundarmönnum góðan fund og sleit fundi kl. 21.10.