Stjórnarfundur

29.1.2015

á Akureyri 29. janúar 2015 

Mætt: Sigurður Ólafsson formaður, Helga I. Jóhannsdóttir, Þorgils Guðnason, Stefán Arnaldsson, Hörður Ólafsson og Elsa M. Guðmundsdóttir fundarritari. Starfsmenn deildarinnar, Hafsteinn Jakobsson og Ingibjörg Halldórsdóttir, sátu einnig fundinn.

1.       Fundargerð síðasta fundar – þarf að finna hana, Hafsteinn settur í málið.

2.       Staða verkefna.
Nýr starfsmaður, verkefnastjóri kynnir sig. Ingibjörg byrjaði 1. janúar. Stjórn býður hana velkomna til starfa.
Fataflokkun og búð. Bráðabirgðauppgjör fyrir 2014 er upp á 17 milljónir, smá hækkun frá 2013. 5 milljónir borgaðar til landsskrifstofu. 10 gámar fóru út á síðasta ári.
Sjálfboðaliðum hefur fjölgað í búðinni, 3 – 4 yfirleitt á vakt.
Föt sem framlag – sífelld aukning. Fataflokkun gengur sinn vanagang með aðstoð frá ýmsum aðilum, t.d. sjálfboðaliðum frá Skógarlundi (dagþjónustu fyrir fatlaða).
Starfið á Dalvík, föt þaðan flutt óflokkuð til Akureyrar. Húsnæðið á Dalvík því ekki lengur fullt af fötum.
Heimsóknarvinir eru nú rúmlega 30. Heimsóknarvinir ná að anna eftirspurn.
Sérstakt verkefni er í gangi í Lundarskóla, verið að aðstoða tvítyngd börn, 3 – 4 eru að sinna því verkefni.
Það þyrfti að kortleggja þörf á heimsóknarvinum á Dalvík, þyrfti einnig að fjölga sjálfboðaliðum þar – hefur fækkað eftir breytingarnar, sameiningu deilda.
Formaður talar um að kanna þessa þörf ásamt Ingibjörgu og Hafsteini. Ingibjörg nefnir þá hugmynd að fá nema frá HA til að vinna BA-verkefni þar sem þarfagreining á þessum þáttum væri gerð. Stjórn sammála um ágæti þeirrar hugmyndar.

3.       Lautarmál
Formaður er þar í verkefnisstjórn. Lautin er rekin af Eyjafjarðardeildinni í nafni Akureyrarbæjar sem leggur allt fé til rekstursins. Verið er að skilgreina nánar hlutverk verkefnisstjórnar Lautarinnar. Frekar óviss staða varðandi fjárhagslega framtíð Lautar, alltaf beðið eftir skýrum svörum frá ríki varðandi rekstrarfé. Málaflokkur félagsmála á Akureyri er þar undir í heild sinni.

4.       Neyðarvarnir.
Hugmynd rædd frá því í haust að samræma vissa þætti á svæði deildarinnar. Ingibjörg segir frá hugmynd um að halda fund með Jóni Brynjari og Guðjóni frá aðalskrifstofu, áfallateymi og öllum þeim sem koma að neyðarvörnum á starfssvæði deildarinnar.
Bíðum eftir 3 – 4 nýjum Tetrastöðvum, fara vonandi að koma. Ingibjörg ásamt Hafsteini mun halda utan um þessa vinnu.
Formaður talar um að halda „skrifborðsæfingu“ fyrir vorið.

5.       Félagsstarf almennt
er í góðum gangi. Lautarvinir og heimsóknarvinir hittast reglulega einu sinni í mánuði og oftar eftir verkefnum.
Skyndihjálparnámskeið eru í góðum farvegi. Námskeið fyrir almenning er u.þ.b. einu sinni á önn.
Stefna að sjálfboðaliðahittingi í vor, t.d. í Kjarnaskógi, dagsetning verði ákveðin á aðalfundi.

6.       Framkvæmdir
ganga vel, gólfið var steypt um miðjan nóvember. Líklegur kostnaður um 10 – 12 milljónir að koma salnum í það horf að verði tilbúinn fyrir gólfefni og lokafrágang. Förum vel með fjármuni með því að samnýta iðnaðarmenn með sjálfboðaliðum.

7.       Framlag til Hvíta-Rússlands
vegna 90 ára afmælis deildarinnar. Ábendingar komu frá aðalskrifstofu um tvö verkefni, Líbanon og Hvíta-Rússland. Ákveðið að styrkja Hvíta-Rússland og mun Hafsteinn láta aðalskrifstofu vita og ganga frá framlaginu fyrir hönd deildarinnar.
Í Hvíta-Rússlandi eru úkraínskir flóttamenn sem eru í mikilli neyð.

8.       Kjörnefnd vegna aðalfundar.
Möguleg dagsetning á fundinum er 10. mars á Akureyri. Páll Sverrisson hefur tekið að sér að vera í kjörnefnd og þarf 2 í viðbót. Tillaga um Jón Knutsen og Ingibjörgu, umræða um hvort það orki tvímælis þar sem hún er starfsmaður deildarinnar. Hugsanlega nóg að hafa 2 í kjörnefnd.
Aðalfundur verði með þessum hætti: Matur kl. 19 og svo hæfist fundur kl. 19.30

9.       Deildinni bárust bréf:

a.       Dags. 20. janúar 2015
Erindi frá landsskrifstofu um 112-daginn sem verður 11. febrúar nk. Þar verður í brennidepli öryggi barna og velferð. Sjá bréf frá  landsskrifstofu. Í framhaldinu rætt um skyndihjálparkynningu sem fram á að fara í skólum. Þurfum að bæta okkur hér á Norðurlandi, margir skólar eru eftir. Ingibjörgu verkefnastjóra falið að fylgja málinu eftir.

b.      Dags. 16. desember 2014
Bréf frá landsskrifstofu um meðferð mála/bréfa sem berast skrifstofunni. Rætt um að mætti misskilja bréfið, ekki nógu skýrt orðað. Sjá bréf.

c.       Dags. 14. nóvember 2014
Bréf frá landsskrifstofu varðandi ósk um breytingu á starfsheiti Hafsteins úr framkvæmdastjóra í deildarstjóra.
Erindið tekið til skoðunar og umræðu.

10.   Önnur mál
- Jólaaðstoð 2014. Ekki er búið að loka uppgjöri. Um 350 umsóknir voru afgreiddar, 50 fleiri en árið áður. Lítur út fyrir að það verði 5 – 6 milljónir í start á þessu ári. Uppgjör verður klárað á næsta fundi sem verður 4. febrúar. Heilt yfir gekk jólaaðstoðin vel.
- Ingibjörg nefnir hugmynd að tilraunaverkefni – varðar einhvers konar aðstoð við unga karlmenn í einangrun/atvinnuleysi.
Möguleiki er á að ná til aðstandenda með sérfræðiaðstoð. Rætt um að fá upplýsingar frá félagsþjónustunni, einnig rætt um að halda málþing til að ná til aðstandenda. Fundarmenn sammála um að erfitt sé að finna raunhæfar leiðir til að ná til þessa hóps sem skv. skýrslu Rauða krossins í Reykjavík, „Hvar þrengir að?“, er nokkuð falinn og jafnvel vanmetinn.
- Starfsdagur í Reykjavík 9. febrúar. Líklegt að Ingibjörg og Hafsteinn fari.
- Rætt um bókhaldsmál. Lára, starfsmaður, fái stöðu til að sinna bókhaldi Eyjafjarðardeildar. Fyrirséð að hún mun ekki sinna bókhaldi annarra deilda á Norðurlandi eins og áður var. Hafsteinn kannar stöðu mála.
- Borist hafa góðar kveðjur í tilefni 90 ára afmælis deildarinnar frá Reykjavík og Þingeyjardeild.
- Stjórn vill þakka þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg í tilefni afmælisins, jafnt starfsfólki sem og sjálfboðaliðum.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 19.50