Stjórnarfundur

19.5.2015

Stjórnarfundur 19. maí 2015 á Ólafsfirði

Mætt: Sigurður Ólafsson formaður, Helga I. Jóhannsdóttir, Eva Björg Guðmundsdóttir, Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Jónas Þór Karlsson, Elsa María Guðmundsdóttir fundarritari og starfsmennirnir Hafsteinn Jakobsson og Ingibjörg Halldórsdóttir.

1.       Starfið í deildinni. Hafsteinn segir stuttlega frá starfinu – áfram uppbygging í Viðjulundi, fataflokkun og búð í góðum farvegi.

2.       Ingibjörg verkefnastjóri segir frá fatamarkaði sem var haldinn á Dalvík – gekk mjög vel. Námskeið „Börn og umhverfi“ eru að fara af stað og athugað að hafa það líka á Siglufirði – er haldið á hverju ári. Hugmyndir um hundanámskeið vegna heimsóknarvina.

3.       Starfið hefðbundið í sumar – fataflokkun og búð eins og venjulega að sumri til. Rætt um að hafa fatamarkað á Ólafsfirði – verður betri möguleiki til þess í nýju húsnæði á Ólafsfirði.
Ingibjörg talar um að gera eigi þarfagreiningu í deildinni vegna skýrslunnar „Hvar þrengir að?“. Tölfræðiúttekt – svo verður haldinn samráðsfundur með fleiri aðilum. Hugmyndin að þetta verði tilbúið í haust.
Stjórn samþykkir að þessi greining fari fram.
Nýtt húsnæði í Ólafsfirði – húsnæði tekið á leigu, Strandgata 23. Tekið á leigu frá og með 1. júní. Stjórn samþykkir að Hafsteinn sjái um frágang þessa samnings.
Rætt um aðstöðu í eldhúsi o.fl.

4.       Framlag í Hjálparsjóð:
Nepal kr. 300.000, 150 þús. frá deildinni, 150 úr Einhildarsjóði.

5.       Staðan í byggingamálum í Viðjulundi. Hafsteinn fer yfir stöðuna. Suðurendi er í góðum gír, stefnt á að taka salinn í notkun að einhverju leyti í lok sumars. 100 manna salur. Lítur vel út. Erum bjartsýn á að salurinn verði vel nýttur. Sjálfboðaliðar hafa unnið mikið starf. Gólfefni fer á í byrjun júní, talsverður kostnaður framundan.

6.       Neyðarvarnir. Ingibjörg hefur verið að fara yfir neyðarvarnarplan. Hún hefur verið að vinna að því að uppfæra skjal sem mun fara í allar neyðarvarnarmöppur á stöðunum. Hefur verið að fara yfir neyðarvarnarbúnað á öllum stöðunum. Teppi, dýnur o.fl. Allar upplýsingar í skjalinu í almannavarnaástandi.
Skjalið er mjög langt komið, vantar aðeins upp á upplýsingar. Stefnt að því að skjalið verði tilbúið í lok maí. Neyðarvarnaráætlun.
Tetrastöð komin á Siglufjörð, þarf námskeið á þær þar. Líka komin stöð á Dalvík. Tetrastöð verður sett upp á Ólafsfirði í nýju húsnæði.
Hugmynd um að halda námskeið á þær í haust.
Hægt að kalla upp t.d. einu sinni í mánuði, bara til að prófa.
Rætt um nógu stór eldhús á Ólafsfirði og Siglufirði ef upp kemur almannavarnarástand. Ingibjörg skoðar þetta til að hafa í lagi í neyðarvarnaráætluninni. Hafsteinn segir frá því að deildin eða landssvæði fái landshlutakerru með ákveðnum neyðarbúnaði.

7.       Samningur  við Laut. Samningur var undirritaður 29. apríl 2015. Sjá samning.

8.       Vorgrill fyrir sjálfboðaliða 28. maí í Viðjulundi kl. 18.30. Fjölskyldumeðlimir líka velkomnir. Skráning fyrir 22. maí. Mikilvægt að fjölmenna úr allri deildinni til að efla samstöðu.

9.       Önnur mál.
- Uppgjör fyrir jólaaðstoðina 2014. 357 umsóknir bárust. Deildin lagði til kr. 500.000.
Erum vel sett fyrir næsta ár, 6 milljónir í starf fyrir næsta ár/þetta ár.
- Yfirlit úr búðinni á Akureyri. Hafsteinn fer yfir sölutölur frá janúar. Ívið hærra en í fyrra á sama tíma.
- Rætt um hvort nauðsynlegt sé að hafa fataúthlutun fyrir jólin á Ólafsfirði. Rætt um að þörfin sé fyrir hendi.
- Eva spyr hvort uppi séu hugmyndir um að selja húsnæðið á Dalvík. Húsnæðið þar er metið á 11 milljónir. Sigurður formaður lét meta það bara til að vita virði þess.
- Óánægja hjá sjúkraflutningamönnum á Dalvík sem deila húsnæði með Rauða krossinum. Það fer illa saman fataflokkunin og umgengni /þrif á bílum. Deildin á húsnæði. Þarf auka drifkraft í starfið á Dalvík – þarf kraftmikla sjálfboðaliða, er farið af stað að einhverju leyti. Ingibjörg hefur verið að koma þessu af stað.
- Hrísey – þar er kominn sjúkrabíll, er í umsjón björgunarsveitarinnar.
- Flugslysaæfing verður í Grímsey í haust, heimamenn munu taka þátt í því.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 19.45