Stjórnarfundur

21.10.2015

haldinn 21. október 2015 í Viðjulundi

Mætt: Sigurður Ólafsson formaður, Kristín K.H. Karlsdóttir, Jónas Þór Karlsson, Helga I. Jóhannsdóttir, Hörður Ólafsson, Stefán Arnaldsson og Elsa M. Guðmundsdóttir fundarritari ásamt starfsmönnunum Hafsteini Jakobssyni og Ingibjörgu E. Halldórsdóttur.

1.       Fjárhags- og framkvæmdaáætlun
Ingibjörg fer yfir áætlunina. Lítur vel út, er á lokastigum. Hafsteinn og Ingibjörg klára.

2.       Húsnæðismál
Rætt um húsnæðismál á Dalvík, mögulega að skoða sölu á því.
Á Siglufirði þarf að skoða hentugra húsnæði, Kristín hefur augun opin. Ekki um auðugan garð að gresja varðandi betra húsnæði þar.
Framkvæmdir í Viðjulundi ganga eftir áætlun.
Búið að aðstoða við nýtt húsnæði á Ólafsfirði.

3.       Samstarf um jólaaðstoð
Síðasta árið núna skv. samstarfssamningi. Rætt um mögulega meira samstarf í kringum aðstoð árið um kring. Yrði þá samstarf við félagsþjónustu, kirkjuna o.fl. Deildarstjóra falið að kanna þetta mál betur.

4.       Reglugerð um styrki til endurmenntunar í skyndihjálp
Ingibjörg kynnir mögulegar reglur varðandi úthlutun á þannig styrkjum. Rætt um orðalag og útfærslu á reglunum.
Stefán skoðar breytingar.
Stjórn samþykkir styrk til tveggja aðila í lok október.

5.       Neyðarvarnir
Ingibjörg fer yfir uppfærða neyðarvarnaráætlun fyrir Eyjafjarðardeild. Mjög flott skjal sem hefur nokkrar undirsíður sem geymir allar upplýsingar sem á þarf að halda þegar upp kemur neyðarvarnarástand.

6.       Styrktartónleikar – úthlutun
8. nóvember í Hofi. Rúnar Eff stendur fyrir tónleikum til styrktar flóttamönnum sem munu koma hingað. Stjórn mundi sjá um úthlutun úr þeim sjóði sem verður til. Sérstaklega til að styrkja fjölskyldufólk.
Samþykkt af hálfu stjórnar.

7.       Önnur mál
Staðan í flóttamannamálum. Búið að halda fund, hugsanlega koma 20 – 30 manns til Akureyrar. Líklega komi í desember, erum í startholum varðandi undirbúning. Komið húsnæði þar sem hægt væri að safna húsgögnum.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 20.30