Stjórnarfundur

2.2.2016

 1. Karlakaffi
  Höfum fengið styrk fyrir þessu verkefni úr Verkefnasjóði. Þurfum að finna einhvern til að halda utan um verkefnið. Yrði hér í Viðjulundi. Þyrfti að vera eitthvað sem trekkir að – t.d. einhvern til að halda stutta fræðslu, skáld að lesa upp o.fl. Væri hægt að höfða til mismunandi aldurshópa. Þurfum 2 sjálfboðaliða til að halda utan um þetta verkefni.
 2. Flóttamannaverkefni:
  4 fjölskyldur – 23 einstaklingar – komu til Akureyrar 19. janúar frá Sýrlandi. Fengum til liðs við okkur fjölda einstaklinga sem hafa unnið þetta með deildinni. Velvilji alstaðar þar sem við höfum leitað fanga.
  Mikil vinna verið unnin í tengslum við þetta – stuðningsfjölskyldur hafa nú tekið við af meiri þunga. Reglulegir fundir með þeim.
  2 sjálfboðaliðar hafa verið túlkar - minnihluti hópsins talar ensku – þó mismikið. Guðný Bergvinsdóttir og Gunnar Frímannsson hafa ásamt starfsmönnum hér borið hitann og þungann af þessu verkefni. Fer mjög vel af stað. Rauði krossinn hefur samning við ríkið gagnvart þessu verkefni.
 3. Jólaaðstoð.
  Hefðbundið  verkefni – gekk ágætlega, 340 umsóknir. Uppgjör í vinnslu.
  Samningur um áframhaldandi samstarf til næstu 3 ára. Verið að skoða upplýsingarnar sem fólk gefur – að nýta þær í meira samstarf. Fengum góða fjárhæð frá einstaklingi – þurfum að nýta þessa peninga með einhverjum hætti í frekari aðstoð/námskeið/sumarbúðir.
 4. Aðalfundur 7. mars
  a) stjórnarfólk. Elsa býður ekki kost á endurkjöri. Dana býður ekki kost á sér áfram.
  Spurning um að fá nýjan stjórnarmann sem gæti orðið formaður. Sigurður getur ekki verið áfram vegna tímamarka.
  Kjörnefnd. Jón Knutsen og Páll Sverrisson eru tilnefndir og Hörður Ólafsson býður sig fram í stað Ingibjargar Halldórsdóttur.
  b) verður fundinn aðili sem fundarstjóri.
 5. Húsnæðismál.
  a) Dalvík – húsnæði fengið frítt í 6 mánðuði. Spurning um að selja húsnæði sem deildin á og nýtist lítið fyrir starfsemi, fataflokkun, prjónaklúbb eða verslun. Spurning hvort Heilsugæslan vilji kaupa. Stjórn samþykkir að kannað verði með sölu eignar. 
  b) Siglufjörður er með óhentugt húsnæði á 3ju hæð, spurning um makaskipti.
 6. Önnur mál
  - Gamlar kröfur í bókhaldi. 144.305 – formaður leggur til að þessar kröfur verði afskrifaðar. Sjórn samþykkti að afskrifa þessa upphæð.
  - Staða verkefna. Sjóður sem er gerður fyrir frístundasjóð flóttabarna, þarf að gera reglur sem eru ákveðnar og það þarf að fastsetja, Rúnar Eff verði hafður með í ráðum. Kr. 730.000 í sjóðnum. Fyrirhugaður markaður sem verði notaður í sjóð flóttafólksins. Rúnar verður spurður um hans hugsun um sjóðinn.
  - Verkefni að fara í gang í Síðuskóla fyrir innflytjendabörn sem þurfa að styrkja sig í íslensku í 1. – 6. bekk og svo eldri hópar. Maður á mann í 30 – 45 mín. Einungis kennarar í sjálfboðavinnu.
  - Ingibjörg segir frá styrk til endurmenntunar fyrir leiðbeinendur sem ekki var tekið vel í hjá höfuðstöðvum. Stjórn mælir með því að styrkt verði áfram eins og við höfum gert.

Fundarritari Elsa – Alla

Elsa Guðmundsdóttir                                    Stefán Arnaldsson
Aðalheiður Sigurjónsdóttir                        Jónas Þór Karlsson
Sigurður Ólafsson                                           Helga I. Jóhannsdóttir
Hörður Ólafsson                                              Fjóla V. Stefánsdóttir