Stjórnarfundur

7.3.2016

Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar. Mættir: Sigurður Ólafsson formaður, Anna Rósa Magnúsdóttir, Harpa Hlín Jónsdóttir, Sólborg Friðbjörnsdóttir, Þórhallur Másson, Jónas Þór Karlsson, Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir, Steinar Svavarsson. Jafnframt sat fundinn Hafsteinn Jakobsson framkvæmdastjóri.

Fjóla Stefánsdóttir og Aðalheiður Sigurjónsdóttir boðuðu forföll.

Gengið til dagskrár:

 1. Stjórn skiptir með sér verkum
  Varaformaður Helga I. Jóhannsdóttir
  Ritari Baldvin Valdemarsson
  Gjaldkeri Jónas Þór Karlsson
  Samþykkt.
 2. Göngum til góðs – nýtt fyrirkomulag
  Það fyrirkomulag sem verið hefur undanfarin ár verður nú lagt af. Hafsteinn fór yfir hvernig framkvæmdin hefur verið. Deildin mun væntanlega fá frjálsari hendur með framtíðarskipulag – lagt fram til kynningar.
 3. Karlakaffi
  Formaður sagði frá greiningu vanda varðandi einsemd eldri borgara. Eldir karlar virðast viðkvæmari en aðrar. Hugmynd hefur því vaknað um að hleypa af stokkunum nýju verkefni, „Karlakaffi“. Leitað var eftir félögum sem eru til í að keyra þetta verkefni í gang. Ákveðið að leita eftir styrk eldri félaga.  Sigurður gengur í málið.
 4. Tillögur o.fl. á aðalfundi – umræða
  Formaður fór yfir þær tillögur sem liggja fyrir komandi aðalfundi RKÍ, m.a. um tekjuskiptingu og tíðni aðalfunda.
 5. Fulltrúar á aðalfundi RKÍ
  Aðalfundur verður haldinn 21. maí 2016. Okkar deild á rétt á sex fulltrúum. Tillaga um eftirfarandi:
  - Sigurður Ólafsson
  - Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir
  - Jónas Þór Karlsson
  - Steinar Svavarsson
  - Fjóla Stefánsdóttir
  - Anna Rósa Magnúsdóttir
  Til vara:
  - Þórhallur Másson
  - Harpa Hlín Jónsdóttir
  - Jón Knutsen
  - Álfheiður Svana Kristjánsdóttir
  Samþykkt.
 6. Tilnefningar um heiðursmerki RKÍ
  Formaður fór yfir hefðir og venjur varðandi veitingu heiðursmerkja RKÍ. Lögð fram tillaga að sóst verði eftir að Jóni G. Knutsen verði veittur þessi heiður á aðalfundi RKÍ. Hafsteinn og Sigurður rökstuddu þessa tillögu sem fyrsta val. Önnur verðug nöfn voru einnig nefnd. Hafsteinn mun skoða málið betur.
 7. Tilnefning fulltrúa í aðgerðastjórn.
  Formanni og deildarstjóra falið að finna fulltrúa í aðgerðastjórn og tilkynna til lögreglustjóra og almannavarnarnefndar.
 8. Aukning stöðugilda
  Formaður fór fyir mikla aukningu á starfsemi deildarinnar og velti upp hugmynd um aukningu stöðugilda. Deildarstjóra veitt heimild til að ráða starfsmann í 10 – 20% stöðu. Rekstararforsendur eru fyrir hendi.
 9. Tilnefning fulltrúa í stjórn Fjölsmiðjunnar
  Tillaga um Hafstein og Álfheiði Svönu
  Samþykkt
 10. Tilnefning fulltrúa Eyjafjarðardeildar í samráðshóp um móttöku flóttamanna.
  Hafsteinn hefur verið skipaður.
 11. Að lokum var rætt um hentuga fundardaga. Fimmtudagar kl. 17.30 – 19.30 hentugastir fyrir flesta stjórnarmenn. Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 17.30

Fleira gerðist ekki.

Sigurður Ólafsson                            Anna Rósa Magnúsdóttir             
Sólborg Friðbjörnsdóttir              Jónas Þór Karlsson          
Harpa H. Jónsdóttir                        Steinar Svavarsson
Helga I. Jóhannsdóttir                   Þórhallur Másson
Baldvin Valdemarsson fundarritari