Stjórnarfundur

28.4.2016

haldinn á Akureyri kl. 17.30

Mætt: Sigurður Ólafsson formaður, Steinar Svavarsson, Helga I. Jóhannsdóttir, Jónas Þór Karlsson, Anna Rósa Magnúsdóttir, Karen Malmquist, Þórhallur Másson, Harpa Hlín Jónsdóttir, Hafsteinn Jakobsson deildarstjóri og Baldvin Valdemarsson sem ritaði fundinn. Sólborg Friðbjörnsdóttir mætti kl. 18.15

 1. Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi 2. maí nk.
  Formaður fór yfir dagskrá og skipulag aðalfundarins, þ.á.m. málstofur. Deildarstjóri ræddi um ferðatilhögun og gistingu.
  Tillögur kjörnefndar um næstu stjórn voru kynntar ásamt tillögum um tekjuskiptingu.
 2. Hópslysaæfing
  Hafsteinn fór yfir og skýrði skipulag vegna hópslysaæfingar nk. laugardag
 3. Önnur mál
  - Rætt um framleiðslu 66°N á einkennispeysum. Hafsteinn skoðar tilboð.
  - Formaður sagði frá nýjum samningi um rekstur Lautarinnar.
  - Sagt frá fyrirætlun um að selja húsnæði Dalvíkurdeildar sem nýtt er m.a. undir sjúkrabíl, til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Jafnframt sagt frá hugmyndum um leigu á öðru húsnæði.
  - Lagt til að formanni og deildarstjóra verði veitt heimild til að selja húsnæðið á Dalvík. Samþykkt.
  - Tilboð hefur borist frá Verslunartækni í eldhústæki að fjárhæð 1.300 þús. kr. Deildarstjóra veitt heimild til að samþykkja tilboðið.
  - Næsti stjórnarfundur ákveðinn 2. júní kl. 17.30
  - Hafsteinn sagði frá aðstoð til tveggja vegalausra Rússa. Einnig frá aðstæðum hjóna sem þurfa aðstoð vegna andláts og útfarar aðstandenda í Bandaríkjunum. Fordæmi er fyrir því að veita svona aðstoð þó það sé ekki venja. Meðmæli félagsþjónustu eða prests þarf að liggja fyrir. Deildarstjóra veitt heimild til að kaupa farseðil að fjárhæð ca. 120 þús. kr.
  - Rætt um hugmyndir um hvort nauðsynlegt væri að eiga innan vébanda félagsins sérstakan áfalla- og mannúðarsjóð. Deildarastjóra falið að skoða hugmyndina.

Að loknum fundi var húsnæði skoðað (nýtt eldhús).

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 19.20

Sigurður Ólafsson                   Harpa H. Jónsdóttir        
Anna Rósa Magnúsdóttir    Sólborg Friðbjörnsdóttir      
Karen Malmquist                    Þórhallur Másson
Steinar Svavarsson                Helga Jóhannsdóttir       
Jónas Þór Karlsson                Baldvin Valdemarsson fundarritari                                 
Hafsteinn Jakobsson deildarstjóri