Stjórnarfundur

2.6.2016

haldinn á Akureyri kl. 15.30

Mætt: Sigurður Ólafsson formaður,  Þórhallur Másson, Anna Rósa Magnúsdóttir, Helga I. Jóhannsdóttir og Baldvin Valdemarsson sem ritaði fundinn. Einnig sat fundinn Hafsteinn Jakobsson deildarstjóri.


 1. Húsnæðismál á Dalvík
  Samþykkt að taka á leigu húsnæði á Dalvík fyrir fatamarkað. Um 80 m2 , 950 kr. pr. fermeter, þriggja ára samningur. Stækkunarmöguleiki er fyrir hendi. Það verður skoðað á næsta ári.
 2. Aðalfundarsamþykktir
  Formaður fór yfir helstu aðalfundarsamþykktir frá 21. maí sl. Ákvörðun árgjalda var tekin, 2.800 kr. fyrir árið 2016, 3.100 árið 2017 og 3.500 árið 2018. Á aðalfundinum var félagi okkar Jón Gudmund Knutsen sæmdur heiðursmerki RKÍ.
 3. Umsóknir um styrki úr Verkefnasjóði.
  Sótt verður um sömu verkefni áfram. Starfsmönnum falið að ganga frá umsóknum. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst.
 4. Grill fyrir sjálfboðaliða
  Sagt frá velheppnuðu útigrilli sem haldið var fyrir sjálfboðaliða deildarinnar í gær.
 5. Áfallasjóður
  Framhald umræðu um áfalla- og mannúðarsjóð. Deildarstjóri kynnti hvernig þessum málum er háttað á höfuðborgarsvæðinu. Hann mun vinna málið áfram ásamt ritara. Rætt almennt um fjáraflanir.

Fleira ekki fært til bókar.

Sigurður Ólafsson                   Helga I. Jóhannsdóttir                   
Anna Rósa Magnúsdóttir    Baldvin Valdemarsson          
Þórhallur Másson                    Hafsteinn Jakobsson