Stjórnarfundur

25.8.2016

haldinn á Akureyri kl. 18.30

Mætt: Sigurður Ólafsson formaður, Sólborg Friðbjörnsdóttir, Þórhallur Másson, Karen Malmquist, Helga I. Jóhannsdóttir, Steinar Svavarsson, Jónas Þór Karlsson og Baldvin Valdemarsson sem ritaði fundinn. Einnig sat Hafsteinn Jakobsson deildarstjóri fundinn.  

Gengið til dagskrár.

 1. Umsóknir í Verkefnasjóð fyrir 2017
  Rætt um og farið yfir þau verkefni sem sótt var um: Námskeið fyrir sjálfboðaliða, Hjálparsíminn 1717, þjálfun í íslensku, heimsóknarvinir, áfallateymi, Föt sem framlag og skyndihjálparhópur.
  Einnig rætt um hvernig fjármagna mætti Áfallasjóð.

  Ingibjörg Halldórsdóttir mætti á fundinn kl.19.00
 2. Staða verkefna og starfið framundan
  Flóttamannaverkefnið fyrirferðarmest. Ingibjörg fór yfir stöðuna. Skólaverkefnið – Hafsteinn sagði frá því sem og hvernig gengið hefur í búðinni. Sólborg sagði frá hvernig búðin á Dalvík gengur. Hafsteinn sagði frá verkefnum Áfallateymis í sumar sem gengu mjög vel, sama með Lautina. Verkefnin framundan eru þau sömu og hafa verið. Ýmis önnur mál rædd, m.a. um meðferð og ráðstöfun á söfnunarfé.
 3. Önnur mál
  Jónas spurðist fyrir um stöðu húsnæðismála á Dalvík. Hafsteinn talaði um að nú væri líklega tímabært að setja upp fatasöfnunargám á Siglufirði. Steinar skoðar málið. Ingibjörg ræddi um þörf fyrir íslenskuþjálfun fyrir flóttamannafjölskyldur. Þórhallur sagði frá hugmyndum um sýrlensk matarkvöld.

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 20.20

Sigurður Ólafsson                           Karen Malmquist                            
Jónas Þór Karlsson                         Steinar Svavarsson                         
Helga I. Jóhannsdóttir                  Sólborg Friðbjörnsdóttir
Baldvin Valdemarsson

Ingibjörg Halldórsdóttir