Stjórnarfundur

10.11.2016

hófst kl. 18.00 í húsnæði deildarinnar á Akureyri.

Mætt: Anna Rósa Magnúsdóttir, Karen Malmquist, Harpa Hlín Jónsdóttir, Steinar Svavarsson, Þórhallur Másson, Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Baldvin Valdemarsson ritaði fundinn.
Hafsteinn Jakobsson deildarstjóri og Ingibjörg Halldórsdóttir verkefnastjóri sátu einnig fundinn.

Þetta gerðist:

  1. Deildarstjóri greindi frá að fyrr í dag var undirritaður samstarfssamningur við Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar um jólaaðstoð. Samningurinn er til þriggja ára. Þetta samstarf hefur verið frá árinu 2012. Uppi eru hugmyndir um að útvíkka þetta samstarf yfir á aðra tíma ársins. Í fyrra voru 340 umsóknir um jólin.
  2. Erindi frá Landsskrifstofu
    með boði um þátttöku í styrk til munaðarleysingjahælis í Sómalíu. Það felst í byggingu heimilis fyrir 16 börn og 2 starfsmenn. Byggingarkostnaður er um 11,2 m.kr. Stjórnin tekur jákvætt í erindið og felur deildar- og verkefnastjóra að kanna fjárhæðir.
  3. Stjórn undirritaði prókúruumboð til handa deildarstjóra á bankareikninga deildarinnar.
  4. Rætt um og sagt frá fatasöfnun á Siglufirði.
  5. Ingibjörg og Hafsteinn fóru yfir framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs. Tekjur eru áætlaðar um 41 m.kr. og gjöld um 34 m.kr.

Fleira ekki fært til bókar, fundi slitið kl. 19.45

Steinar Svavarsson                         Helga I. Jóhannsdóttir                   
Karen Malmquist                             Aðalheiður Sigurjónsdóttir         Þórhallur Másson                           Harpa H. Jónsdóttir
Baldvin Valdemarsson

Ingibjörg Halldórsdóttir