Stjórnarfundur

3.5.2017

Fundurinn var haldinn í húsnæði deildarinnar á Dalvík og hófst kl. 17.30.

Mættir: Gunnar Frímannsson, Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Anna Rósa Magnúsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Jón B. Hannesson, Jónas Þór Karlsson, Karen Malmquist, Sólborg Friðbjörnsdóttir og Baldvin Valdemarsson sem ritaði fundargerð. Einnig mætt starfsmenn Hafsteinn Jakobsson og Ingibjörg Halldórsdóttir.

1.       Fjárhagsstaða deildarinnar
er mjög góð, í sjóði er um 20 m.kr. Gert er ráð fyrir rúmlega 7 m.kr. hagnaði í ár. Rætt um tekjustofna og útgjöld.

2.       Breytt fyrirkomulag verkefnastjóra á svæðinu. Vísað er til 6. liðar síðustu fundargerðar. Breytt skipulag mun taka gildi um áramót. Kostnaðarauki á árinu 2018 verður um 1,6 m.kr. Samþykkt.

3.       Börn og umhverfi
Einnig vísað í 2. lið síðustu fundargerðar. Lagt er til að deildin fjármagni tvö námskeið, þ.e. 2x135 þús.kr. Starfsmanni veitt heimild til að bjóða þessi námskeið án endurgjalds.

4.       Íslenskustuðningur við flóttamenn.
Tillaga hefur komið fram um aðstoð við flóttamenn. Rætt er um einstaklingsaðstoð við fullorðna flóttamenn og innflytjendur, t.d. á söfn, tónleika og kaffihús. Lagt er til að deildin leggi allt að 100 þús.kr.  í verkefnið. Samþykkt að breyta áætlun sem þessu nemur.

5.       Símavinir
Kostnaður við þjálfun sjálfboðaliða verður óverulegur. Munum fá leiðbeinanda hingað norður án mikils kostnaðar. Heimsóknarvinaverkefnið á Akureyri gengur mjög vel.

6.       Framkvæmdir
Í áætlun er gert ráð fyrir 2 m.kr. í óskilgreind viðhalds- og framkvæmdaverkefni. Framkvæmdastjóri sagði frá ýmsum verkefnum sem liggja fyrir. Þegar hafa verið settar upp snjógildrur. Lagt er til að endurnýja parket, gler og húsgögn í litla sal. Áætlaður kostnaður 4,0 m.kr. Einnig framkvæmdir á lóð kr. 500 þ.kr. og eftirlitskerfi kr. 300 þ.kr. Þetta þýðir hækkun á viðhalds- og framkvæmdalið upp í 6,3 m.kr. eða hækkun um 4,3 m.kr. – Samþykkt.

7.       Þátttaka í neyðarsöfnun vegna S-Súdan og Sómalíu.
Lagt til að leggja 1 m.kr. til söfnunarinnar sem á vegum RKÍ. Samþykkt.

8.       Önnur mál
Framkvæmdastjóri sagði frá fyrirhugaðri flugslysaæfingu. Næsti fundur áætlaður 7. júní.

Fleira ekki fært til bókar en þess ber þó að geta að veitingar á fundinum voru sérlega góðar.

Anna Rósa Magnúsdóttir                                    Karen Malmquist
Jón B. Hannesson                                                  Helga I. Jóhannsdóttir
Aðalheiður Sigurjónsdóttir                                 Sólborg Friðbjörnsdóttir
Gunnar Frímannsson                                            Ingibjörg Halldórsdóttir
Baldvin Valdemarsson ritari