Stjórnarfundur

23.8.2017

haldinn í húsakynnum deildarinnar við Viðjulund á Akureyri

Mættir: Gunnar Frímannsson, Karen Malmquist, Sólborg Friðbjörnsdóttir, Jónas Þór Karlsson, Þórhallur Másson, Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Steinar Svavarsson og Baldvin Valdemarsson sem ritaði fundinn. Einnig sátu fundinn starfsmennirnir Hafsteinn og Ingibjörg.

1.       Umsóknir um framlög úr Verkefnasjóði.
Formaður og starfsmenn fóru yfir þau verkefni sem sótt var um styrk til úr Verkefnasjóði Rauða krossins. Þau eru
Heimsóknarvinir
Íslenska með innflytjendum
Skólaverkefni
Föt sem framlag
Skaðaminnkandi verkefni
Skyndihjálparhópur
Áfallateymi
Símavinir
Fjárhæðin sem sótt var um fyrir þessi verkefni nam kr. 14.966.625
Áætlað framlag deildarinnar er kr. 4.988.875
Verkefnakostnaður samtals er því áætlaður kr. 19.958.200.

2.       Skaðaminnkandi verkefni á Akureyri
Formaður og starfsmenn fóru yfir og skýrðu út verkefnið. Samþykkt að fara út í verkefnið skv. fyrirliggjandi lýsingu.

3.       Kaup á bifreið fyrir Eyjafjarðardeild
Farið yfir og skýrð út þörf fyrir að hafa bifreið til daglegra nota m.a. vegna verkefnisins í 2. lið. Stjórnin samþykkir að kaupa eða leigja bifreið. Framkvæmdastjóra falið að finna út hvort sé hagstæðara. Ákvörðun um fjárhæð tekin í samræmi við áætlanagerð næsta árs.

4.       Staða áður ákveðinna verkefna.
Framkvæmdastjóri fór yfir og skýrði út stöðu ýmissa viðhalds- og framkvæmdaverkefna.

5.       Húsnæðismál á Dalvík
Hafsteinn sagði frá stöðu mála.

6.       Húsnæðismál á Siglufirði
Steinar sagði frá stöðu mála.

7.       Aðgerðagrunnur
Ingibjörg sagði frá og skýrði út eins konar aðgerðagrunn sem notaður er við hópslys og til annarra verkefna.

Fleira ekki fært til bókar.

Baldvin Valdemarsson                         Gunnar Frímannsson
Aðalheiður Sigurjónsdóttir               Sólborg Friðbjörnsdóttir
Karen Malmquist                                   Steinar Svavarsson
Jónas Þór Karlsson                               Helga I. Jóhannsdóttir
Þórhallur Másson