Stjórnarfundur

4.10.2017

haldinn í húsnæði deildarinnar á Siglufirði

1.       Fyrirspurn frá framkvæmdastjóra Rauða krossins um fjárfestingu í húsnæði og búnaði.
Fundargerð þarf að vera nákvæmari og þegar samþykkt er einhver upphæð fyrir sérstök verkefni þarf að skrá það. Tekjur af markaði hafa farið í uppgerð á sal og eldhúsi í Viðjulundi en á að fara í sama sjóð og tekjur af verslun. Gerð er grein fyrir þessum reglum, sent hefur verið svar og beðið eftir svari.

2.       Húsnæðismál á Dalvík.
Húsnæðið hefur verið metið á 18,5 m.kr. Heilbrigðisstofnun Norðurlands – HSN – hefur boðið 14,2 m.kr. Ákveðið að leita fleiri tilboða og frestað til næsta stjórnarfundar.

3.       Húsnæðismál á Siglufirði.
Fasteignasali hefur verið beðinn um verðmat á eigninni, ekki hefur verið metið. Spurning ef húsnæðið verður selt, þarf að finna hentugt húsnæði til kaups eða leigu. Ákveðið er að setja húsnæðið í mat og ákveða síðar um framhald.

4.       Skaðaminnkandi verkefni á Akureyri – bílamál
Eyjafjarðardeild stendur til boða að fá hentuga bifreið til kaups eða leigu. Höfum fengið tilboð um að leigja Kia jeppling á 63 – 67.000 kr. á mánuði í langtímaleigu. Samþykkt.

5.       Staða verkefna sem stjórn samþykkti í maí.
Búið að setja nýtt parket á litla sal, borð og stólar, kostnaður 2,1 m.kr. Eftirlitsmyndavélar eru í athugun hjá Sigurði Ólafssyni. Lóðarframkvæmdir ekki búnar. Kjallaraviðgerð er enn á dagskrá.

6.       Ljósleiðaratenging við Rauða krossinn í Efstaleiti.
Tölvur í Viðjulundi eru tengdar núna og afritaðar reglulega. Kostnaður var aðeins hærri en áætlað var eða um 500.000.

7.       Kynningarvika Rauða krossins 2. – 8. október.
Áhersla lögð á Hjálparsímann 1717 og netspjallið. Hjálpin, fréttablað Rauða krossins, verður borin út. Stjórnin vill bóka að það þurfi að huga betur að dreifingu á landsbyggðinni. Eyjafjarðardeildin setti auglýsingu um 1717-símann í N4-dagskrána.

8.       Kynning á endurskoðun á lögum félagsins.
Fundarferð fulltrúa félagsins um landið til kynningar á endurskoðun á lögum félagsins. Boðað er til fundar á Akureyri 9. október kl. 17. Stjórn hvött til að mæta.

9.       Önnur mál
- Umsókn í Verkefnasjóð – Hafsteinn útskýrði:

  Sótt um þús. kr. Úthlutað þús. kr.
Skyndihjálp 2.800 2.700
Skaðaminnkandi verkefni 3.400 1.800
Þjálfun í íslensku 1.100 700
Heimsóknarvinir 1.900 1.800
Áfallateymi 1.200 600
Föt sem framlag 2.400 2.300
Íslenska í grunnskólum 900 700
Símavinir 1.200 1.200

 

-          Það hefur borist fyrirspurn um poka fyrir fatnað í endurvinnslu, ákveðið að setja poka við gáma

-          Þrír hjúkrunarfræðingar hafa boðist til að vinna í sjálfboðavinnu í skaðaminnkandi verkefni. Ákveðið að boða hjúkrunarfræðingana í samtal við Gunnar, Karen og Önnu Rósu.

-          Ákveðið að sækja um styrk til Lýðheilsusjóðs í skaðaminnkandi verkefni.

Ekki fleira fært til bókar.

Aðalheiður Sigurjónsdóttir fundarritari                 Gunnar Frímannsson
Sólborg Friðbjörnsdóttir                                                Karen Malmquist
Helga I. Jóhannsdóttir                                                      Steinar Svavarsson