Stjórnarfundur

1.11.2017

haldinn í húsakynnum deildarinnar á Akureyri og hófst kl. 17.30. 

Viðstödd:

Gunnar Frímannsson formaður, Aðalheiður Sigurjónsdóttir varaformaður, Baldvin Valdemarsson ritari, Jónas Þór Karlsson gjaldkeri, Sólborg Friðbjörnsdóttir og varamennirnir Anna Rósa Magnúsdóttir,  Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir og Jón Baldvin Hannesson. Auk stjórnarmanna sátu starfsmennirnir Hafsteinn Jakobsson og Ingibjörg E. Halldórsdóttir fundinn. 

 

 

 1. Skaðaminnkunarverkefnið
  Gerð var grein fyrir undirbúningi að skaðaminnkunarverkefni sem miðar að því að dreifa sprautum, nálum og ýmsum öðrum búnaði til einstaklinga sem sprauta sig í æð með vímuefnum. Undirbúningur verkefnisins gengur vel og hefur verið unninn í samstarfi við Svölu Jóhannesdóttur sem sér um frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu. Tekin hefur verið á leigu bifreið til að nota við dreifinguna en nýtist deildinni í öðrum verkefnum einnig. Haldið verður námskeið fyrir sjálfboðaliðana en auk þess býðst stjórnarfólki og öðrum sem verða á hliðarlínunni fræðsla.

  Þetta verkefni var ekki á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og styrkur úr Verkefnasjóði Rauða krossins miðast við að verkefnið sé unnið á árinu 2018. Stjórnin samþykkir að greiða þann kostnað sem fellur til á árinu 2017 en áætlað er að hann verði innan við 500 þús. kr.
 2. Móttaka flóttafólks
  Stjórnin var upplýst um að til Akureyrar væru komnir 5 flóttamenn, ein fjögurra manna fjölskylda og einstaklingur, frá Nígeríu sem Eyjafjarðardeild tekur undir sinn verndarvæng samkvæmt samningi Rauða krossins og ríkisins.
 3. Sala fasteigna á Dalvík og Siglufirði
  Tilboð hafa borist í húseignina á Dalvík sem eru talsvert undir verðmati þess fasteignasala sem leitað hefur verið til. Stjórnin samþykkir að veita deildarstjóra og formanni umboð til að ganga frá sölu á eignum deildarinnar á Dalvík og Siglufirði í samráði við stjórn eða framkvæmdastjóra Rauða krossins.
 4. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2018
  Stjórnin samþykkti eftirfarandi fjárhagsáætlun:
 

 

Kostnaður við verkefni

Framlag Verkefna-sjóðs Framlag deildar

 

Samtals

  Þjálfun innflytjenda í íslensku 700.000 542.500 1.242.500
  Þjálfun skólabarna í íslensku 700.000 771.500 1.471.500
  Skyndihjálparhópur 2.700.000 1.029.500 3.729.500
  Áfallateymi 600.000 1.051.500 1.651.500
  Símavinir 1.200.000 451.500 1.651.500
  Heimsóknarvinir 1.800.000 726.000 2.526.000
  Föt sem framlag 2.300.000 864.000 3.164.000
  Skaðaminnkunarverkefni 1.800.000 2.719.000 4.519.000
  Stuðningur við flóttafólk     874.500
  Skyndihjálparnámskeið almenn     4.619.000
  Skyndihjálp fyrir sjálfboðaliða        246.900
  Börn og umhverfi     150.000
  Hjálparsíminn 1717     1.820.700
  Jólaaðstoð        650.700
  Laut – athvarf        493.800
  Heimsóknir og kynningar     1.435.200
  Fataflokkun     5.053.500
  Neyðarvarnir        964.500
  Neyðaraðstoð     5.000.000
  Ferðakostnaður     300.000
  Viðburðir og félagsstarf     250.000
  Viðhald fasteigna     4.000.000
       Samtals     45.814.300

 

  Tekjur      
  Kassatekjur     7.500.000
  Fatasala – verslun og markaðir     11.000.000
  Seld námskeið     5.000.000
  Félagsgjöld     1.600.000
  Húsaleigutekjur     4.000.000
  Verkefnasjóður     11.800.000
  Vaxtatekjur     400.000
       Samtals     41.300.000

 

Gjöld umfram tekjur eru áætluð kr. 4.514.300.

Gert er ráð fyrir að tekjur af sölu fasteigna geti breytt sjóðseigninni sem nemur tekjunum. 

Stjórnin samþykkir fjárhagsáætlunina.

 

5.       Hjálparbeiðni frá Landsskrifstofu
Borist hefur tilkynning frá Landsskrifstofu um að hafin sé neyðarsöfnun fyrir Rohingja, flóttafólk frá Mjanmar, sem farið hefur yfir landamærin til Banglades.
Stjórnin samþykkir að leggja fram kr. 1.000.000,- í söfnunina.

6.       Ingibjörg sagði frá námskeiði í sálrænum stuðningi á vegum Rauða krossins í Kaupmannahöfn.  Hún leggur til að senda tvo sjálfboðaliða frá deildinni okkar á þetta námskeið.  Kostnaður er áætlaður innan við kr. 500.000,-  Stjórnin samþykkir þessa tillögu. 

 

Fleira ekki fært til bókar.

Fundi slitið kl 19:35