Stjórnarfundur

1.3.2017

í húsakynnum deildarinnar á Akureyri og hófst kl. 20.10

Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar. Mættir: Formaður Gunnar Frímannsson, Sólborg Friðbjörnsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Jónas Þór Karlsson, Karen Malmquist, Anna Rósa Ragnarsdóttir, Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Steinar Svavarsson, Þórhallur Másson og Baldvin Valdemarsson. Hafsteinn og Ingibjörg sátu einnig fundinn.

1.       Stjórn skiptir með sér verkum.
Varaformaður: Aðalheiður Sigurjónsdóttir
Ritari: Baldvin Valdemarsson
Gjaldkeri: Jónas Þór Karlsson
Samþykkt.

2.       Stjórnarfundir, tímasetning og fyrirkomulag.
Ákveðið að stefna á fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 17.30
Ingibjörg kallaði eftir meira samstarfi við stjórn. Ritari tók undir og óskaði eftir góðri kynningu á starfsemi deildar á Akureyri og starfinu við fjörðinn.
Ákveðið að hittast 5. apríl kl. 17.30

3.       Önnur mál
Ingibjörg gerði Rauðakrossdag á Siglufirði að umtalsefni. Kallaði eftir hugmyndum frá félögum á staðnum.
Formaður ræddi um ýmis verkefni.
Ingibjörg sagði frá innkaupapokaverkefni á Dalvík. Gerðir eru pokar úr notuðum bómullarbolum til að gefa í stórmörkuðum. Hún mælti með að þetta verkefni verði styrkt með því að leggja því til bómullarefni.

Fundir slitið kl. 20.35

Baldvin Valdemarsson
Gunnar Frímannsson
Þórhallur Másson
Karen Malmquist
Sólborg Friðbjörnsdóttir
Aðalheiður Sigurjónsdóttir
Steinar Svavarsson
Anna Rósa Ragnarsdóttir
Helga I. Jóhannsdóttir
Jónas Þór Karlsson