Stjórnarfundur

10.1.2018

Fundurinn var haldinn í húsakynnum deildarinnar á Akureyri og hófst kl. 17.30. 

Viðstödd:
Gunnar Frímannsson formaður, Aðalheiður Sigurjónsdóttir varaformaður, Baldvin Valdemarsson ritari, Sólborg Friðbjörnsdóttir, Karen Malmquist, Þórhallur Másson, Steinar Svavarsson og varamennirnir Anna Rósa Magnúsdóttir,  Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir og Jón Baldvin Hannesson. Hafsteinn Jakobsson deildarstjóri sat einnig fundinn.
1. Lautin
Samningur Akureyrarbæjar við Rauða krossinn og Geðverndarfélagið um rekstur Lautarinnar – athvarfs fyrir geðfatlaða – rann út 31. desember sl. Í samræmi við bókun stjórnar Eyjafjarðardeildar í júní 2017 hefur Akureyrarbæ verið tilkynnt að framvegis vilji deildin ekki annast launagreiðslur og bókhald fyrir Lautina eins og verið hefur en sé hinsvegar tilbúin að leitast við að fá sjálfboðaliða til að sjá um að hafa opið í Lautinni á laugardögum eins og áður.

2. Ný lög Rauða krossins
Drög að nýjum lögum Rauða krossins, sem kynnt voru á fundi á Akureyri í september sl. og rædd á formannafundi í lok nóvember, hafa nú verið send deildum til umsagnar. Frestur til að skila umsögnum er til 31. janúar. Lagt er til að stjórnin tilnefni 2 fulltrúa úr sínum röðum til að yfirfara lagadrögin ásamt formanni og starfsmönnum.  Samþykkt. Stjórnin tilnefnir Jón Baldvin Hannesson og Helgu Ingibjörgu Jóhannesdóttur.

3. Bókhald
Stjórn Rauða krossins ákvað 15. desember sl. að allt bókhald félagsins skuli fært í Efstaleiti frá 1. janúar 2018. Þetta leiðir af sér að Eyjafjarðardeild þarf að fela starfsmanni sínum, sem annast hefur færslu bókhalds deildarinnar til þessa, önnur störf eða segja upp starfsamningi hans.  Deildarstjóra falið að ræða við starfsmanninn og taka ákvörðun um framhaldið.

4. Áfallasjóður
Lagðar fram og kynntar reglur deilda á höfuðborgarsvæðinu um áfallasjóð sem notaður er til að bregðast við áföllum einstaklinga innanlands. Reglurnar miða að því að úthlutun úr sjóðnum fari fram með hlutlægum hætti. Lagt er til að stjórn Eyjafjarðardeildar feli þremur stjórnarmönnum að skoða hvort rétt sé að stofna slíkan sjóð og/eða setja sér reglur sem miða að hlutlægri úthlutun þeirra fjármuna sem deildin vill verja til innanlandsaðstoðar á hverjum tíma.  Samþykkt.  Stjórnin felur Steinari Svanssyni, Aðalheiði Sigurjónsdóttur og Sólborgu Friðbjörnsdóttur  verkefnið.

5. Húsnæðismál á Dalvík
Gengið hefur verið frá sölu á húsnæði deildarinnar á Dalvík. Heilbrigðisstofnun Norðurlands keypti húseignina og greiddi fyrir 15,3 m.kr. Tekið hefur verið á leigu húsnæði við hliðina á verslun deildarinnar á Dalvík þar sem fataflokkun og önnur vinna við fatnað getur farið fram.
Deildarstjóra falið að ganga frá leigusamningi um nýtt húsnæði.

6. Peningagjöf frá Snæland Grímsson ehf.
Ferðaþjónustufyrirtækið Snæland Grímsson ehf. tilkynnti nýlega að það gefi Eyjafjarðardeild Rauða krossins 500 þúsund krónur í þakklætisskyni fyrir framúrskarandi þjónustu sem áfallateymi deildarinnar veitti þegar rúta á vegum fyrirtækisins lenti í slysi á Öxnadalsheiði sumarið 2015. Lagt er til að upphæðinni verði varið til að styrkja áfallateymið sérstaklega umfram það sem áður hafði verið ákveðið.  Samþykkt.

7. Staða verkefna
- Skaðaminnkunarverkefnið Ungfrú Ragnheiður er farið hægt af stað.
- Neyðarvarnir á starfsstöðum deildarinnar út með firði.  Farið yfir og rætt.
- Önnur verkefni. Símavinir ekki farnir af stað, 1717 er í gangi.  Auglýsing eftir sjálfboðaliðum í íslenskukennslu er í gangi.

8. Önnur mál
Greint frá nýju myndavélakerfi utanhúss í Viðjulundi.  Sagt frá atviki þegar brotist var inn í gámana.  Málið er upplýst.
Fataverkefnið: 18 40 ft. fatagámar fóru frá deildinni á síðasta ári.  Aukning í fataverkefninu.
Tryggingamál á Siglufirði. Greint frá tjóni vegna Grýlukerta.  Deildin væntanlega bótaskyld.
Rætt um skipun kjörnefndar.
Hælisleitendur.  Sagt frá fjölgun skjólstæðinga og stöðu verkefnisins.
Jólaaðstoð.  Gekk mjög vel.  Fleira ekki fært til bókar.

Fundi slitið kl. 19:45

Fylgiskjöl:
- Drög að nýjum lögum Rauða krossins
- Reglur deilda höfuðborgarsvæðisins um áfallasjóð