Stjórnarfundur

2.5.2018

Stjórnarfundur í Eyjafjarðardeild 2. maí 2018 kl. 17.30 í Viðjulundi.

Viðstödd:
Gunnar Frímannsson formaður, Aðalheiður Sigurjónsdóttir varaformaður, Anna Rósa Magnúsdóttir ritari, Jónas Þór Karlsson gjaldkeri, Berglind Júlíusdóttir,  Friðrik Steinar Svavarsson, Karen Malmquist, Ólafur Sigurðsson, Sólborg Friðbjörnsdóttir og Þórhallur Másson. Ennfremur sat Ingibjörg E. Halldórsdóttir deildarstjóri fundinn.

Dagskrá:

1.      Starfið í deildinni
Deildarstjóri gerði stjórninni grein fyrir starfinu í deildinni síðastliðinn mánuð. Í meginatriðum hefur starfið gengið framar vonum og lítil breyting hefur orðið á sjálfboðaliðahópnum. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar til hagræðingar í rekstri deildarinnar. Innleiðingu aðkeyptrar bókhaldsþjónustu frá landsskrifstofunni í Efstaleiti er ekki að fullu lokið.

2.      Samningur við landsskrifstofu um aðstoð við deildir á Norðurlandi
Landsskrifstofu Rauða krossins hefur verið boðið – með fyrirvara um samþykki stjórnar – að Eyjafjarðardeild annist þjónustu við deildir á Norðurlandi gegn gjaldi. Stjórn var gerð grein fyrir stöðu samningaviðræðna.

3.      Starf deildarstjóra
Ingibjörg Halldórsdóttir starfar sem deildarstjóri samkvæmt ráðningarsamningi sem gildir til 30. september 2018. Stjórnin óskar eftir því við Ingibjörgu að hún starfi áfram sem deildarstjóri og felur formanni að ganga frá ráðningarsamningi við hana frá 1. október 2018. Ingibjörg vék af fundi undir þessum lið.

4.      Ráðning í starf verkefnastjóra
Deildinni bárust 26 umsóknir um starf verkefnastjóra. Stjórnin felur formanni, deildarstjóra og Jóni Baldvin Hannessyni að ræða við 6 umsækjendur og ganga frá ráðningarsamningi við einn þeirra.

5.      Ökutækjamál
Eins og fram kom á síðasta fundi hafa Rauða krossinum verið gefnar nokkrar bifreiðar af gerðinni Toyota Hilux og á ein þeirra að vera til afnota fyrir Rauða krossinn við Eyjafjörð. Bifreiðin verður þannig merkt að hún getur ekki nýst fyrir skaðaminnkunarverkefnið Ungfrú Ragnheiði. Formanni, gjaldkera og deildarstjóra er falið  að kanna hvort hægt sé að leysa þörf Ungfrú Ragnheiðar fyrir bifreið með ódýrari hætti en nú er gert til að réttlætanlegt sé að þiggja Toyota-bifreiðina t.d. með því að kaupa bifreið fyrir allt að 400.000 kr.

6.      Húsnæði á Siglufirði
Borist hefur tilboð í húsnæði deildarinnar á Siglufirði. Stjórnin felur  formanni, gjaldkera og deildarstjóra að gera gagntilboð og ganga frá sölu á eigninni ef viðunandi verð fæst.  Eins er þeim falið að finna fundarstað fyrir sjálfboðaliða og húsnæði sem hentar fyrir neyðarbúnað deildarinnar.

7.      Rekstur sjálfsala
Borist hafði erindi frá Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem Eyjafjarðardeild er boðið að reka sjálfsala með gosdrykkjum, samlokum og sælgæti í kjallara sjúkrahússins.
Stjórn Eyjafjarðardeildar telur það ekki  í verkahring Rauða krossins að reka sjálfsala fyrir ótengdar stofnanir eða fyrirtæki.

8.      Önnur mál
Eftirfarandi mál voru rædd:
- aðalfundur Rauða krossins á Íslandi 26. maí
- viðhald húsnæðis í Viðjulundi
- merkingar í suðursal og búð
- ræsting í Viðjulundi
- einn fulltrúi úr áfallahjálparteymi fer á námskeið í Danmörku í maí
- fyrirhugað er að halda námskeið fyrir sjálfboðaliða í ungfrú Ragnheiði