Stjórnarfundur

haldinn í húsakynnum deildarinnar á Akureyri kl. 17.30 - 20.30

7.2.2018

Viðstödd:

Gunnar Frímannsson formaður, Aðalheiður Sigurjónsdóttir varaformaður, Baldvin Valdemarsson ritari, Sólborg Friðbjörnsdóttir, Karen Malmquist, Þórhallur Másson, Steinar Svavarsson, Anna Rósa Magnúsdóttir,  Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jónas Þór Karlsson, Fjóla Stefánsdóttir, Kristín M. H. Karlsdóttir og Jón Baldvin Hannesson. Undir liðum 2. – 7. sátu starfsmenn deildarinnar Hafsteinn Jakobsson og Ingibjörg Halldórsdóttir.

1.       Húsnæðismál á Akureyri

Framkvæmdaráð Rauða krossins kom á fund deildarstjórnar til að ræða fjárfestingar og framkvæmdir við húsnæði deilarinnar á árunum 2013 – 2016.  Sveinn Kristinsson formaður RKÍ fór yfir aðdraganda heimsóknarinnar og lagði fram greinargerð um kaup og endurbætur á húsnæði deildarinnar á Akureyri.  Aðrir frá framkvæmdaráði: Hrund Snorradóttir,  Halldór Valdimarsson og Kristín Hjálmtýsdóttir  framkvæmdastjóri.

 1. Starfsmannamál
  Vegna niðurlagningar bókarastarfs við Eyjafjarðardeild hefur deildarstjóri  gert Láru Ellingsen, sem gegnt hefur starfinu, grein fyrir stöðu mála og rætt við hana um möguleika á áframhaldandi hlutastarfi skv. bókun stjórnar á síðasta fundi. Hún hefur verið beðin að hugleiða málið og jafnframt taka þátt í að skilgreina betur þau verkefni sem um getur verið að ræða. Lára mun  ljúka við að ganga frá bókhaldi ársins 2017 fyrir aðalfund deildarinnar og yfirfærslu bókhaldsins til landsskrifstofu. 
 2. Húsnæðismál á Dalvík og Siglufirði
  Búið er að ganga frá og undirrita kaupsamning vegna sölunnar á Dalvík.  Samkvæmt samningi átti greiðsla fyrir eignina og afhending að vera um áramót. Greiðsla hefur ekki enn borist og afhending eignarinnar því ekki farið fram ennþá. 
  Fyrir liggja  drög að leigusamningi um húsnæði fyrir starfsemina á Dalvík. Um er að ræða 64,8 fm viðbótarpláss við hlið Rauða kross verslunarinnar. Gert er ráð fyrir ótímabundnum samningi frá 1. mars 2018  með sex mánaða uppsagnafresti. Leiguverð verður 55 þúsund kr. á mánuði, endurskoðað mánaðarlega með tilliti til vísitölu neysluverðs. Fram komu ábendingar um að endurskoðun leiguverðs gerist sjaldnar, t.d. árlega.  Samþykkt að ganga til samninga við leigusalann á þessum nótum.
  Fasteignasölu Akureyrar hefur verið falið að auglýsa eign deildarinnar á Siglufirði til sölu og leita eftir tilboðum í hana. 
 3. Samningur um Lautina
  Eins og fram hefur komið hefur deildin ekki haft beina fjárhagslega aðkomu að rekstri Lautar undanfarin ár og hefur nú lokið sínu hlutverki sem umsýsluaðili bókhalds og launa. Fulltrúa Akureyrarbæjar, sem setur saman nýja samning um rekstur Lautar, hefur verið bent á að deildin sé tilbúin til að leitast við að útvega sjálfboðaliða til verkefnisins líkt og hún hefur gert fram til þessa. Að öðru leyti mun Rauði krossinn ekki taka þátt í rekstri Lautar.
 4. Áfallasjóður
  Á síðasta fundi fól stjórnin Steinari Svavarssyni, Aðalheiði Sigurjónsdóttur og Sólrúnu Friðbjörnsdóttur að skoða hvort rétt sé að stofna áfallasjóð við Eyjafjarðardeild eða setja reglur um styrki til einstaklinga sem orðið hafa fyrir áföllum.   Verkefnið er í góðri vinnslu.
 5. Kynningarmál
  Rauði krossinn á að vera sýnilegur í samfélaginu. Ársskýrslur Akureyrardeildar frá árinu 2000 og fundargerðir stjórnar Eyjafjarðardeildar frá árinu 2013 hafa verið settar á vef Rauða krossins til að auðvelda aðgengi stjórnarmanna og annarra að upplýsingum um störf deildarinnar. Það er skoðun formanns að húsnæði deildarinnar mætti vera meira og betur merkt félaginu.  Formaður lagði til að Þórhallur Másson,  Karen Malmquist og Helga Ingibjörg verði fengin til að gera tillögur um merkingu innanhúss.  Ingibjörg verður starfsmaður nefndarinnar.
 6. Ársskýrsla stjórnar um störf Eyjafjarðardeildar 2017
  Drög að ársskýrslu 2017 voru kynnt en skýrslan verður lögð fram á aðalfundi deildarinnar í mars 2018. Stjórnarmenn hvattir til að koma með ábendingar fyrir aðalfund.

 

 

 

Fleira ekki fært til bókar

 

Fundi slitið kl. 20:30