Stjórnarfundur

14.3.2018

Stjórnarfundur í Eyjafjarðardeild 14. mars 2018 kl. 17.30 á Siglufirði

Viðstödd: Gunnar Frímannsson formaður, Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Anna Rósa Magnúsdóttir, Berglind Júlíusdóttir, Friðrik Steinar Svavarsson, Jónas Þór Karlsson, Karen Malmquist, Ólafur Sigurðsson, Sólborg Friðbjörnsdóttir og Þórhallur Másson.

Dagskrá:

 1. Verkaskipting stjórnar ákveðin eftirfarandi:
  varaformaður  Aðalheiður Sigurjónsdóttir, ritari Anna Rósa Magnúsdóttir, gjaldkeri Jónas Þór Karlsson.
 2. Starfslok deildarstjóra og bókara
  Hafsteinn Jakobsson deildarstjóri og Lára Ellingsen bókari láta af störfum í lok mars. Starfslokasamningur við Hafstein var kynntur á fundinum byggður á ráðningarsamningi hans og kjarasamningi. Landsskrifstofa annast uppgjör við hann og við Láru samkvæmt kjarasamningi hennar.  
 3. Tímabundin ráðning í starf deildarstjóra
  Ingibjörg E. Halldórsdóttir verkefnastjóri hefur lýst sig reiðubúna til að taka tímabundið við starfi Hafsteins til 30. september. Formaður kynnti drög að ráðningar­samningi við Ingibjörgu.  Ráðningin er samþykkt samhljóða.
 4. Bókhald og greiðsla reikninga
  Eyjafjarðardeild stendur til boða að láta sjá um bókhald og greiðslu reikninga fyrir Eyjafjarðardeild fyrir þá upphæð sem kynnt var í endurskoðaðri áætlun á aðalfundi 7. mars. Það er samþykkt samhljóða.
 5. Varsla sjóða
  Sjóðseign Eyjafjarðardeildar er geymd í Landsbanka, Arionbanka og Íslandsbanka. Lagt er til að eignastýringu Íslandsbanka verði falið að stjórna ávöxtun allrar sjóðseignar deildarinnar.  Samþykkt er að veita deildarstjóra heimild til að fara í það mál sem fyrst.
 6. Prókúruumboð.
  Stjórnin samþykkir prókúruumboð handa væntanlegum deildarstjóra, formanni og landsskrifstofu.
 7. Starfslýsing deildarstjóra
  Lögð voru fram til kynningar drög að starfslýsingu fyrir deildarstjóra Eyjafjarðardeildar.
 8. Fræðslufundur samráðshópa áfallamála.
  Fræðslufundur samráðshópa áfallamála verður haldinn í Kópavogi 27 apríl nk. Álfheiður Svana Kristjánsdóttir hefur boðist til að sækja fundinn f.h áfallateymis Eyjafjarðardeildar. Samþykkt er að greiða ferðakostnað Álfheiðar Svönu.
 9. Aðalfundur Rauða krossins
  Eyjafjarðardeild á rétt á að senda 6 fulltrúa á aðalfund Rauða krossins í Reykjavík 26. maí. Eftirtaldir stjórnarmenn verða fulltrúar deildarinnar: Gunnar Frímannsson,
  Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Friðrik Steinar Svavarsson, Jónas Þór Karlsson, Karen Malmquist og Þórhallur Másson. Til vara:  Anna Rósa Magnúsdóttir.

10.  Önnur mál
- Karen lagði til að haldinn verði fundur með sjálfboðaliðum í búðinni á Akureyri og e.t.v. fleiri sjálfboðaliðahópum. Ingibjörg er tilbúin til þess og Karen býðst til að vera með henni á fundunum.
- Karen kom inn á útlit búðarinnar og stóra salarins í Viðjulundi í heild sinni. Skreytinganefndinni er falið að skoða þetta betur.