Aðalfundur

13.3.2019

Aðalfundur Eyjafjarðardeildar 2019

Haldinn í Viðjulundi 2, Akureyri, þann 13. mars 2019 kl. 20.00

A. Kosning fundarstjóra.
Gunnar Frímannsson, formaður Eyjafjarðardeildar, setti fundinn og var Kolbeinn Sigurbjörnsson kosinn fundarstjóri. Ritari var Linda Guðmundsdóttir.

B. Skýrsla/greinargerð um starf deildarinnar.
Formaður flutti greinargerð um skýrslu stjórnar og gerði þar grein fyrir starfi deildarinnar á árinu. Ljóst er að öflug og fjölbreytt starfsemi er hjá deildinni og starfið í sífelldri þróun. Hjá deildinni starfa 236 sjálfboðaliðar í fjölmörgun verkefnum.
Skýrsla stjórnar er aðgengileg í heild sinni á vef Rauða krossins.

C. Skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, deildarstjóri Eyjafjarðardeildar, lagði fram ársreikning deildarinnar. Reikningurinn er staðfestur og undirritaður af stjórn, deildarstjóra, skoðunarmanni og endurskoðanda. Hagnaður af rekstrinum var 3.529.366 krónur en áður hafði stjórnin ráðstafað fjórum milljónum af rekstrarhagnaði vegna neyðarbeiðnar fyrir Jemen. Handbært fé í árslok eru samtals 62.408.987 krónur en hagnaður af sölu á fasteignum hefur áhrif á hækkun á handbæru fé á milli ára, ásamt ógreiddum skuldum við árslok.
Reikningurinn var samþykktur án athugasemda.

D. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun lögð fram.
Gunnar Frímannsson, formaður Eyjafjarðardeildar, lagði fram framkvæmda- og fjárhagsáætlun deildarinnar. Gert er ráð fyrir að reka deildina án tekjuafgangs á næsta ári.

E. Kosning deildarstjórnar skv. 21. gr.
Páll Sverrisson, formaður kjörnefndar, gerði grein fyrir tillögum nefndarinnar. Kjörnefnd leggur til að eftirtalin verði kjörin í stjórn til tveggja ára:

Gunnar Frímannsson  formaður deildar.

Aðalmenn í stjórn til tveggja ára:
Karen Malmquist
Ólafur Sigurðsson
Sólborg Friðbjörnsdóttir
Þórhallur Másson

Stjórnarmenn sem kjörnir voru á síðasta ári og sitja því áfram:
Aðalheiður Sigurjónsdóttir
Anna Rósa Magnúsdóttir
Jón Baldvin Hannesson
Jónas Þór Karlsson

Tillaga kjörnefndar var samþykkt.

F. Kosning varamanna og skoðunarmanns.
Í varastjórn til eins árs:
Berglind Júlíusdóttir
Fjóla Valborg Stefánsdóttir
Gísli Kort Kristófersson
Ingibjörg Þuríður Stefánsdóttir

Skoðunarmaður reikninga:
Guðlaug Kristinsdóttir

Tillaga kjörnefndar var samþykkt.

G. Önnur mál.
Ólafur Sigurðsson, stjórnarmaður á Siglufirði, fór yfir starfsemina þar. Hann benti á að við sölu á fasteign á Siglufirði hafi töluvert fé runnið í sjóð deildarinnar og bað stjórn um að vera reiðubúna að styrkja aðstöðuna á Siglufirði ef umsvif starfseminnar kemur til með að aukast þar.

Formaður tók undir orð Ólafs þess efnis að huga þyrfti sérstaklega vel að starfsemi deildarinnar utan Akureyrar og stuðla að því að þar geti þrifist fjölbreytt og öflugt starf.

Formaður þakkaði fundarstjóra og fundarfólki fyrir góðan fund.

Fundi var slitið klukkan 21.50.