Stjórnarfundur

27.2.2019

Stjórnarfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins á Íslandi

Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 kl. 17.30 í Viðjulundi 2.

Viðstödd: Gunnar Frímannsson formaður, Jónas Þór Karlsson gjaldkeri, Ingibjörg Þuríður Stefánsdóttir, Karen Malmquist, Ólafur Sigurðsson, Þórhallur Másson

Dagskrá:

1. Viðhalds- og framkvæmdaráætlun 2019
Formaður gerði grein fyrir helstu fyrirliggjandi verkefnum á árinu. Gera þarf breytingar á teikningum á Viðjulundi 2 til að lokaúttekt á húsinu geti farið fram. Setja þarf upp snjógildrur á þaki hússins og skipta um hluta af gluggum hússins. Þá þarf að huga að bættri vinnuaðstöðu fyrir sjálfboðaliða, bæði á Akureyri og Ólafsfirði. Þá er þörf á ýmsum frekari minni framkvæmdum í húsnæði deildarinnar.

2. Neyðarvarnaráætlanir Eyjafjarðardeildar
Deildarstjóri gerði grein fyrir vinnu við endurnýjun neyðarvarnaráætlana.

3. Aðalfundur 2019
Aðalfundur Eyjafjarðardeildar verður haldinn 13. mars 2019 kl. 20:00.

4. Ársreikningur 2018
Deildarstjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársreiknings Eyjafjarðardeildar fyrir árið 2018.

5. Ráðstöfun tekjuafgangs rekstrarársins 2018.
Deildarstjórn hefur þegar ákveðið að leggja fram 4 mkr. af rekstrarafgangi í söfnun Rauða krossins vegna Jemen. Á fundinum voru ræddir ýmsir möguleikar á ráðstöfun þessa fjár og var samþykkt að deildin leggji 500.000 kr í tómstundarsjóð flóttabarna. Frestað var að taka ákvörðun um ráðstöfun þess sem eftir stendur af rekstrarafgangi.

6. Fjárhagsáætlun 2019
Deildarstjóri gerði grein fyrir endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins. 

7. Önnur mál
Stjórnin samþykkir heimild til deildarstjóra til að ráðstafa námskeiðssölum deildarinnar gegn gjaldi eða endurgjaldslaust.