Stjórnarfundur

20.11.2019

Stjórnarfundur Eyjafjarðardeildar miðvikud. 20. nóv. 2019 kl. 17.30 í Viðjulundi 2 á Akureyri

Viðstaddir stjórnarmenn: (Gunnar Frímannsson formaður, Anna Rósa Magnúsdóttir ritari, Jónas Þór Karlsson gjaldkeri, Jón Baldvin Hannesson, Karen Malmquist, Þórhallur Másson). Ennfremur sitja fundinn Ingibjörg E. Halldórsdóttir deildarstjóri og Linda Guðmundsdóttir verkefnastjóri sem ritar fundargerð.

Dagskrá:

1. Neyðarvarnir
Stjórn samþykkir að deildin greiði sem svarar þriðjungi launa starfsmanns á móti Landsfélagi Rauða krossins og Þingeyjarsýsludeild. Kostnaður deildarinnar getur verið allt að 3 milljónum króna á árinu 2020.
Stjórn staðfestir þessa ákvörðun.

2. Starfsmannamál
Deildarstjóra er falið að gera breytingar á starfsmannamálum deildarinnar sem ræddar voru á fundinum. Breytingarnar gætu kostað deildina um 0,8 mkr. á árinu 2020.

 

3. Skyndihjálparhópur
Landsfélagið hefur ákveðið að hætta að styrkja verkefnið Skyndihjálparhópur sem hefur verið á vegum deildarinnar á undanförnum árum. Verkefnið hefur verið samstarfsverkefni Rauða kross deilda á Norðurlandi. Sjálfboðaliðar Eyjafjarðardeildar hafa verið fáir og þeir hafa jafnframt verið í útkallsteymum annarra stofnana þannig að þeir væru ekki tiltækir í útkall skyndihjálparhópsins ef til þess kæmi en hópurinn hefur aldrei verið kallaður út þau ár sem hann hefur starfað. Hinsvegar hefur hópurinn hlutverki að gegna í almannavörnum samkvæmt samningi ríkisins og Rauða krossins.
Lagt er til að Eyjafjarðardeild verði ekki með þetta verkefni á fjárhagsáætlun árið 2020 en skoðað verði hvort verkefnastjóri neyðarvarna á Norðurlandi í samstarfi við starfsmenn deildarinnar geti blásið lífi í verkefnið, t.d. með öflun sjálfboðaliða sem væru ekki bundnir í öðrum verkefnum ef til útkalls kæmi.

Stjórn samþykkir að hafa þetta verkefni ekki á fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

4. Bifreiðarleiga á Akureyri
Þegar verkefnið Ungfrú Ragnheiður fór af stað á Akureyri í ársbyrjun 2018 var tekin á leigu bifreið til afnota fyrir verkefnið. Bifreiðin hefur einnig nýst fyrir önnur verkefni deildarinnar, ekki síst fyrir fataverkefnið. Þessi jeppabifreið hefur ekki þótt hentug fyrir Ungfrú Ragnheiði og því var keypt sendibifreið sl. vor sem nú er verið að innrétta.
Fyrir daga Ungfrú Ragnheiðar hafði deildin ekki yfir bifreið að ráða en bifreiðar sjálfboðaliða voru notaðar til flutninga og sendiferða.
Lagt er til að umrædd jeppabifreið verði leigð áfram fyrir deildina þar sem ekki sé hægt að ætlast til að sjálfboðaliðar leggi til bifreiðir sínar í sendiferðir og flutninga fyrir deildina.

Stjórn samþykkir að halda umræddri jeppabifreið til nota við ýmis verkefni.

5. Verkefnasjóður
Komið hefur til tals að Eyjafjarðardeild hafni framlögum úr Verkefnasjóði vegna góðrar fjárhagsstöðu deildarinnar. Lagt er til að Eyjafjarðardeild geri það þó ekki fyrr en reglum um Verkefnasjóð hefur verið breytt þannig að allar deildir með miklar peningalegar eignir sitji við sama borð og fái skert framlög úr sjóðnum. Hreinar tekjur af fataverkefnum Eyjafjarðardeildar eru um 16 mkr. á ári og drjúgur hluti þeirra tekna renna til Landsfélagsins sem er verulega meira en það sem margar aðrar deildir gera.

6. Framlög til neyðaraðstoðar
Eyjafjarðardeild hefur á undanförnum árum haft á fjárhagsáætlun ákveðnar fjárhæðir til neyðaraðstoðar. Lagt er til að vegna fyrirsjáanlegs halla á fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verði ekki tekin frá nein slík upphæð en stjórnin getur hvenær sem er á árinu ákveðið framlög til neyðaraðstoðar úr sjóðum deildarinnar. Stjórn samþykkir að heimila deildarstjóra að úthluta allt að 2 milljónum í neyðaraðstoð innanlands árið 2019.

7. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2020
Deildarstjóri gerði stjórn grein fyrir fjárhagsáætlun deildarinnar fyrir árið 2020. Gert er ráð fyrir að rekstur deildarinnar verði með svipuðum hætti og á undanförnum árum að öðru leyti en því sem fjallað er um í liðum 1-6 á fundinum.
Stjórn samþykkir fjárhagsáætlunina og felur deildarstjóra að ganga frá henni ásamt framkvæmdaáætlun og skila til Landsfélagsins.

8. Fjölsmiðjan
Karen Malmquist gerir stjórninni grein fyrir rekstri Fjölsmiðjunnar.

9. Önnur mál

Deildarstjóri fer yfir stöðu mála vegna lokaúttektar.

Jón Baldvin varpaði fram til skoðunar hvort ástæða væri að skoða stöðu einstaklinga sem missa börn og annarra í tilfinningakreppu vegna slíkra mála.

Fundi slitið 20:00