Stjórnarfundur

25.9.2019

Stjórnarfundur Eyjafjarðardeildar miðvikudaginn 25. sept. 2019 kl. 17.30 í Viðjulundi 2 á Akureyri. Mættir voru Gunnar Frímannsson, Sólborg Friðbjörnsdóttir, Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Ingibjörg Þuríður Stefánsdóttir, Gísli Kort Kristófersson, Karen Malmquist, Berglind Júlíusdóttir og Þórhallur Másson ásamt Ingibjörgu Elínu Halldórsdóttur, deildarstjóra Eyjafjarðardeildar og Lindu Guðmundsdóttur, starfsmanni Eyjafjarðardeildar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Starfsmannamál
Deildarstjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála í deildinni

2. Ungfrú Ragnheiður
Berglind Júlíusdóttir sótti ráðstefnu í Portúgal sl. vor um skaðaminnkun. Hún sagði stjórninni frá helstu umfjöllunarefnum á ráðstefnunni.
Á fundinum var stjórninni ennfremur gerð grein fyrir stöðu verkefnisins.

3. Eyjafjarðardeild barst erindi á vormánuðum 2019 þar sem óskað var eftir því að deildin greiddi hluta af kostnaði Frú Ragnheiðar sem rekið er af Reykavíkurdeild Rauða krossins. Eyjafjarðardeild hafnar beiðni um fjárframlag til Reykjavíkurdeildar en óskar eftir að geta keypt þjónustu frá Reykjavíkurdeild. Stjórnin leggur til að Landsskrifstofa Rauða krossins annist samhæfingu skaðaminnkandi verkefna Rauða kross deilda og stýri samráði þeirra á milli. Óskað er eftir því að stofnaður verður samráðshópur með fulltrúum þeirra deilda sem að verkefninu starfa.

4. Ný verkefni deildarinnar
Gerð var grein fyrir tveimur nýjum verkefnum sem hafa verið að þróast í deildinni á síðustu mánuðum.
- Opið hús
Verkefnið felst í því að sjálfboðaliðar taka á móti gestum í minni salnum í Viðjulundi á miðvikudögum frá klukkan 14-16 í hverri viku. Tveir sjálfboðaliðar eru á hverri vakt og veita innflytjendum, flóttafólki og öðrum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd, aðstoð með ýmis úrlausnarefni, aðallega við að finna vinnu og húsnæði. Hópstjóri er Sóley Björk Stefánsdóttir.
- Pokasaumur
Sjálfboðaliðarnir sem áður unnu í verkefninu „Föt sem framlag“ hafa komið í Viðjulund og saumað poka og fengið efni til að fara með heim og saumað þar einnig. Markmiðið um plastpokalausa torgsölu hefur náðst.

5. Önnur verkefni
Upplýsingar, fyrirspurnir og umræður um önnur verkefni deildarinnar sem sagt var frá í fréttabréfi til stjórnarinnar í ágúst sl.

6. Framkvæmdir
Enn liggur ekki fyrir mat á kostnaði vegna lokaúttektar á húsnæði deildarinnar í Viðjulundi. Á meðan hefur ekki verið talið óhætt að leggja í neinar dýrar umbætur á húsnæði og lóð. Rætt var sérstaklega um
- Neyðarvarnakerruna og breytingar á steinbeði
- Vesturbrún lóðar
- Símkerfi. Samþykkt var að endurnýja öll símtæki í húsinu og deildarstjóra falið að annast kaup á búnaði.

7. Önnur mál
- Sameining neyðarvarna Eyjafjarðardeildar og Þingeyjarsýsludeildar var samþykkt að hálfu stjórnar.
- Framlag til neyðarsöfnunar. Lagt var til að stjórnarmenn kæmu með tillögu að verkefnum sem hægt væri að styrkja á næsta stjórnarfundi.