Aðalfundur

27.3.2020

Aðalfundur var haldinn í húsnæði deildarinnar í Viðjulundi 2, Akureyri, þann 11. mars 2020 kl. 18.00. Fjórir stjórnarmenn tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

A. Kosning fundarstjóra.

Gunnar Frímannsson, formaður Eyjafjarðardeildar, setti fundinn og var Sigríður Stefánsdóttir kosin fundarstjóri. Ritari var Linda Guðmundsdóttir.

B. Skýrsla um starf deildarinnar.

Formaður flutti skýrslu stjórnar um starf deildarinnar á árinu 2019. Ljóst er að öflug og fjölbreytt starfsemi var hjá deildinni og margir sem njóta góðs af starfinu. Hjá deildinni störfuðu 299 sjálfboðaliðar í fjölmörgum verkefnum. Launaðir starfsmenn eru þrír.

Skýrsla stjórnar er aðgengileg í heild sinni á vef Rauða krossins.

C. Skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.

Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, deildarstjóri Eyjafjarðardeildar, lagði fram ársreikning deildarinnar. Reikningurinn er staðfestur og undirritaður af stjórn, deildarstjóra, skoðunarmanni og endurskoðanda. Tap á árinu var 2.968.733 krónur að teknu tilliti til afskrifta sem voru reiknaðar kr. 7.061.154. Handbært fé frá rekstri var því kr. 4.092.421. Handbært fé í árslok nam kr. 69.474.343 en skuldir voru 18.663.532.

Reikningurinn var samþykktur án athugasemda.

D. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun lögð fram.

Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, deildarstjóri Eyjafjarðardeildar, lagði fram framkvæmda- og fjárhagsáætlun deildarinnar fyrir árið 2020. Kostnaður er áætlaður 55.308.100 kr. og heildartekjur 52.850.000 kr. Gert er ráð fyrir að reka deildina með halla upp á kr. 2.458.100 og mun eign deildarinnar í sjóðum skerðast sem því nemur.

E. Kosning deildarstjórnar.

Sigurður Ólafsson, fulltrúi kjörnefndar, gerði grein fyrir tillögum nefndarinnar.

Í aðalstjórn kosin 2019 til tveggja ára eru:

Gunnar Frímannsson

Ólafur Sigurðsson

Karen Malmquist

Sólborg Friðbjörnsdóttir

Þórhallur Másson

Kjörnefnd leggur til að eftirtaldir félagsmenn verði kjörnir til stjórnarsetu til tveggja ára í aðalstjórn:

Aðalheiður Sigurjónsdóttir

Anna Rósa Magnúsdóttir

Jónas Þór Karlsson

Jón Baldvin Hannesson

Kjörnefnd leggur til að eftirtaldir félagsmenn verði kjörnir til eins árs setu í varastjórn:

Anna Lilja Benediktsdóttir

Berglind Júlíusdóttir

Fjóla Valborg Stefánsdóttir

Gísli Kort Kristófersson

Kjörnefnd leggur til að Guðlaug Kristinsdóttir verði endurkjörin sem skoðunarmaður til eins árs:

Tillögur kjörnefndar voru samþykktar.

G. Önnur mál.

Engin önnur mál voru tekin upp á fundinum.

Formaður þakkaði fundarstjóra og fundarfólki fyrir góðan fund.

Fundi var slitið klukkan 19.41