Stjórnarfundur

06.05.2020

7.5.2020

Stjórnarfundur Eyjafjarðardeildar miðvikud. 6. maí 2020 kl. 18.00 í Viðjulundi 2 á Akureyri

Viðstaddir stjórnarmenn: Gunnar Frímannsson formaður, Aðalheiður Sigurjónsdóttir varaformaður, Jón Baldvin Hannesson ritari, Jónas Þór Karlsson gjaldkeri, Anna Rósa Magnúsdóttir, Karen Malmquist, Ólafur Sigurðsson, Sólborg Friðbjörnsdóttir og Þórhallur Másson. Ennfremur sátu fundinn Gísli Kort Kristófersson, varamaður í stjórn, Ingibjörg E. Halldórsdóttir deildarstjóri, Unnar Friðlaugsson umsjónarmaður og Linda Guðmundsdóttir verkefnastjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Ný stjórn skiptir með sér verkum.
Á þessum fyrsta fundi nýrrar stjórnar skipti hún með sér verkum. Varaformaður verður Aðalheiður Sigurjónsdóttir, ritari Jón Baldvin Hannesson og gjaldkeri Jónas Þór Karlsson.

2. Staða verkefna deildarinnar
Deildarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefna og horfum. Stjórn Rauða krossins hefur ákveðið að fella niður greiðslur til deilda úr Verkefnasjóði en deildarstjórn ákvað að breyta engum verkefnum deildarinnar að sinni en fjármagna tekjutap með sjóðseign í umsjá deildarinnar.

3. Leigusamningur um húsrými fyrir hundasnyrtingu
Kynnt voru drög að samningi um útleigu á rými í suðurenda fjóssins. Leigutaki mun einangra loft og leggja hitalagnir í gólf í öllum suðurendanum og innrétta 33 fermetra rými til eigin nota. Leigutaki hefur afnot af þeim hluta suðurendans til 31. júlí 2023. Deildarstjórn samþykkti að leigja rýmið út fyrir starfsemina.

4. Lóðamál
Kynnt var hugmynd um að húseigendur í Viðjulundi 2 afsali sér til Akureyrarbæjar 1-1,5 metra spildu meðfram göngustíg vestan lóðarinnar gegn því að sveitarfélagið annist umhirðu spildunnar. Deildarstjórn samþykkir þessa ráðstöfun fyrir sitt leyti.

5. Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi 23. maí.
Fjallað var um drög að nýjum lögum fyrir Rauða krossinn á Íslandi og greinargerð með þeim, drög að stefnu félagsins til 2030, tillögur kjörnefndar og tillögu um skiptingu tekna 2021-2022.

6. Önnur mál
Rætt var um starf á starfsstöðum deildarinnar út með Eyjafirði.