Stjórnarfundur

21.9.2020

Viðstödd: Gunnar Frímannsson formaður, Aðalheiður Sigurjónsdóttir varaformaður, Jón Baldvin Hannesson ritari, Jónas Þór Karlsson gjaldkeri, Anna Lilja Benediktsdóttir, Anna Rósa Magnúsdóttir, Gísli Kort Kristófersson, Karen Malmquist, Ólafur Sigurðsson og Þórhallur Másson. Einnig sátu fundinn Ingibjörg E. Halldórsdóttir deildarstjóri og Linda Guðmundsdóttir verkefnastjóri sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Starf stjórnar veturinn 2020-2021
Rætt var um fundartíma og fundarstaði í vetur. Ákveðið að funda á þriðja miðvikudegi mánaðar eða eftir þörfum.

2. Staða verkefna deildarinnar
Vegna tímabundinna og varanlegra tekjuskerðinga þarf stjórn deildarinnar að skoða verkefni deildarinnar gagnrýnum augum með það í huga hvort hægt sé að draga úr eða hætta einhverri starfsemi. Jafnframt þarf stjórnin að íhuga hvort hægt sé að auka tekjur deildarinnar með nýjum leiðum eða breyttum áherslum í núverandi tekjuöflun. Í þessu samhengi þarf að skoða bæði húsnæðismál og starfsmannamál. Á fundinum gaf deildarstjóri yfirlit yfir fjárhagsstöðu deildarinnar en útlit er fyrir að halli á rekstri deildarinnar á árinu 2020 verði um 16 mkr. vegna niðurfellingar framlaga úr verkefnasjóði, skertra kassatekna, skertra tekna af fatasölu á Dalvík og af torgsölu á Akureyri svo og vegna minni tekna af útleigu á sölum og af seldum námskeiðum. Farið var yfir öll verkefni deildarinnar sem eru þessi samkvæmt ársskýrslu fyrir árið 2019:
- fataverkefni
- fatasöfnun á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri
- fataflokkun á Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri
- fatasala á Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri
- prjónahópar
- stuðningur við innflytjendur/nýbúa
- íslenskukennsla fyrir fullorðna
- íslenskukennsla fyrir börn
- opið hús
- heimsóknarvinir
- vinaverkefni í Ólafsfirði
- starf með fólki með geðraskanir í Laut
- neyðarvarnir
- skyndihjálparhópur
- áfallateymi
- hjálparsíminn 1717
- ungfrú Ragnheiður
- námskeiðahald og fræðsla
- skyndihjálparnámskeið fyrir almenning
- skyndihjálparnámskeið fyrir sjálfboðaliða
- börn og umhverfi
- námskeið í sálrænum stuðningi
- kynningar á Rauða krossinum
- jólaaðstoð
- viðbrögð við neyðarbeiðnum
- baksturshópur
- félagsstarf
- samkomur sjálfboðaliða um jól og að vori
- aðrir fundir

Stjórnin samþykkir að draga ekki úr starfsemi deildarinnar að sinni og fjármagna hallarekstur með því að skerða sjóðseign hennar.

3. Starfið í deildinni í Covid-19 faraldrinum
Deildarstjóri gerði grein fyrir starfi deildarinnar í faraldrinum. Stjórnin færir starfsmönnum sínum þakkir fyrir óeigingjarnt starf á erfiðum tíma.

4. Þakkir til Oddfellowstúkunnar Ránar
Stjórn Eyjafjarðardeildar Rauða krossins þakkar Oddfellowstúkunni Rán fyrir mikilvægan stuðning við skaðaminnkunarverkefnið „Ungfrú Ragnheiður“ með því að að innrétta bifreið verkefnisins jafn glæsilega og raun ber vitni.

5. Tilmæli til stjórnar Rauða krossins
Stjórn Eyjafjarðardeildar óskar eftir að stjórn Rauða krossins setji reglur um hvernig fjárframlög ríkisins til skaðaminnkunarverkefna og Hjálparsímans 1717 skuli skiptast milli þeirra deilda sem sinna þessum verkefnum.

6. Deildarstjórn staðfestir tveggja milljón kr. framlag í neyðarsöfnun Alþjóðasambands Rauða krossins handa fátækum löndum í Afríku og Miðausturlöndum vegna Covid-19 faraldursins. Meirihluti stjórnar hefur samþykkt ákvörðunina í tölvupósti.

Önnur mál
- Formaður sagði frá starfi formanna deilda síðan á síðasta aðalfundi Rauða krossins og frá fyrirhuguðum formannafundi 19. september í Reykjavík.
- Formaður gerði grein fyrir athugasemdum Eyjafjarðardeildar við drög stjórnar félagsins að reglum um fataverkefni Rauða krossins.