Stjórnarfundur

16.2.2021

Stjórnarfundur í Eyjafjarðardeild fimmtud. 11. febrúar 2021 kl. 17.30 í Viðjulundi 2

Viðstödd: Gunnar Frímannsson formaður, Aðalheiður Sigurjónsdóttir varaformaður, Jón Baldvin Hannesson ritari, sem ritaði fundargerð, Þórhallur Másson gjaldkeri, Anna Rósa Magnúsdóttir, Berglind Júlíusdóttir, Fjóla Stefánsdóttir, Gísli Kort Kristófersson, Karen Malmquist, Ólafur Sigurðsson. Einnig sat fundinn Ingibjörg E. Halldórdóttir deildarstjóri.

 

 1. Flutningur varamanns í sæti aðalmanns í stjórn.
  Deildarstjórn samþykkir að Berglind Júlíusdóttir taki sæti Jónasar Þ. Karlssonar í aðalstjórn deildarinnar fram að næsta aðalfundi.
 2. Skipun kjörnefndar.
  Deildarstjórn samþykkir að skipa Pál Sverrisson, Valdísi Gunnlaugsdóttur og Þorbjörgu Þórðardóttur í kjörnefnd fyrir næsta aðalfund deildarinnar.
 3. Framkvæmdir á árinu 2020.
  Deildarstjórn staðfestir áður veittar heimildir til deildarstjóra til að verja fé til framkvæmda á árinu 2020, bæði til að ljúka verkefnum, sem áætluð höfðu verið á árinu 2019 en ekki tekist að ljúka það ár, og til að undirbúa lokaúttekt á húsnæðinu í Viðjulundi 2 eftir kröfum byggingafulltrúa sem verður unnin 2021.

  Heildarkostnaður við framkvæmdir á árinu 2020 nemur um 4,5 mkr. Gert er ráð fyrir að lokaúttekt á húsnæðinu geti farið fram í byrjun mars 2021. Deildarstjóri fær heimild til að ráðstafa allt að einni milljón vegna ófyrirséðra liða í tengslum við lokaúttekt.
 4. Rekstur deildarinnar á árinu 2021.
  Deildarstjóri gerði grein fyrir rekstri deildarinnar á árinu 2020. Vegna Covid-faraldursins hafa tekjur deildarinnar af fataverkefni, útleigu húsnæðis og námskeiðahaldi skerst verulega frá því sem upphaflega var áætlað. Framlög úr Verkefnasjóði féllu niður árið 2020 vegna ákvörðunar stjórnar Rauða krossins og kassatekjur drógust saman bæði vegna faraldursins og aukinnar netspilunar. Halli á rekstri deildarinnar verður um 15 mkr. á árinu 2020 og er mælt með því að skerða sjóðseign hennar sem varð til að hluta vegna sölu fasteigna á Dalvík og Siglufirði.
 5. Rekstur deildarinnar á árinu 2021.
  Deildarstjóri gerði grein fyrir horfum á árinu.
 6. Styrkir til Eyjafjarðardeildar.
  Eyjafjarðardeild bárust á haustdögum fjárframlög frá Landsvirkjun, Hörgársveit og verkfræðistofunni Eflu. Deildarstjórn þakkar kærlega fyrir þennan stuðning við starf deildarinnar.
 7. Erindi frá Samtökum áhugafólks um spilafíkn.
  Erindi barst frá Samtökum áhugafólks um spilafíkn. Deildarstjórn vísaði erindinu til stjórnar Rauða krossins og landsskrifstofu en í tilefni af erindinu upplýsti deildarstjóri stjórnarmenn um fjármögnun Rauða krossins og einstakra verkefna félagsins.
 8. Önnur mál.
  Deildarstjórn ítrekar erindi til stjórnar Rauða krossins frá 11. nóvember 2020, um að stjórn Rauða krossins skýri forsendur matsþátta í starfsmatskerfi sem stuðst er við í mati á störfum starfsmanna félagsins.

  Karen sagði frá styrkjum sem Fjölsmiðjan hefur fengið frá Félagsmálaráðuneyti og Akureyrarbæ. Karen er núna stjórnarformaður Fjölsmiðjunnar.