Stjórnarfundur

22.03.2021

23.3.2021

Stjórnarfundur í Eyjafjarðardeild mánudaginn 22. mars 2021 kl. 17.30 í Viðjulundi 2.

Viðstödd: Gunnar Frímannsson formaður, Berglind Júlíusdóttir, Gísli Kort Kristjánsson, Hilmar Friðjónsson, Jón Baldvin Hannesson, Karen Malmquist, Kári Fannar Lárusson, Konráð K. Baldvinsson Kristín Björk Gunnarsdóttir og Sigríður Stefánsdóttir. Einnig sátu fundinn Ingibjörg E. Halldórdóttir deildarstjóri og Linda Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Kosning varaformanns, ritara og gjaldkera
Karen Malmquist var kosin varaformaður, Jón Baldvin Hannesson ritari og Berglind Júlíusdóttir gjaldkeri.

2. Kynning stjórnarmanna, varamanna og starfsmanna
Í upphafi fundar sögðu stjórnarmenn, varamenn og starfsmenn deili á sér.

3. Verkefni og fjárhagsstaða deildarinnar
Þar sem nokkrir stjórnarmenn komust ekki á aðalfund deildarinnar 11. mars gafst þeim kostur á að spyrjast fyrir um ársskýrslu og ársreikning fyrir árið 2020 og fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2021. Deildarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsstöðu deildarinnar. Starfsmenn greindu frá verkefnum deildarinnar. Töluverð umræða skapaðist um tekjur og útgjaldaliði deildarinnar.

4. Neyðarvarnir
Umræður urðu um skipulag og fjármögnum neyðarvarna og hlutverk deilda í því samhengi.

 

5. Skipting ríkisframlaga til skaðaminnkunarverkefna milli deilda
Stjórn Eyjafjarðardeildar felur formanni og deildarstjóra að ræða við stjórn höfuðborgardeildar um skiptingu framlags ríkisins til skaðaminnkunarverkefna á árinu 2020.

6. Önnur mál

Rætt um fyrirkomulag funda stjórnarinnar. Lagt til að fundir verði almennt á mánudögum.

Fundi slitið klukkan 21.00