Stjórnarfundur

25.5.2021

25.5.2021

Stjórnarfundur í Eyjafjarðardeild mánudaginn 25. maí 2021 kl. 18.00 í húsnæði deildarinnar í Ólafsfirði.

Viðstödd: Gunnar Frímannsson formaður, Jón Baldvin Hannesson ritari, Aðalheiður Berglind Júlíusdóttir gjaldkeri, Gísli Kort Kristjánsson, Hilmar Friðjónsson, Karen Malmquist, Kári Fannar Lárusson, Konráð K. Baldvinsson Kristín Björk Gunnarsdóttir og Sigríður Stefánsdóttir. Einnig sat fundinn Ingibjörg E. Halldórdóttir, deildarstjóri.

Fundarefni:

1. Stofnun Velferðarsjóðs utan um verkefni jólaaðstoðarinnar.
Unnið er nú að því að stofna Velferðarsjóð með eigin kennitölu sem komi í stað jólaaðstoðarinnar sem verið hefur á Eyjafjarðarsvæðinu á undanförnum árum í samstarfi Eyjafjarðardeildar Rauða krossins, Mæðrastyrksnefndar, Hjálpræðishersins og Hjálparstarfs kirkjunnar. Breyta þarf jólaaðstoðinni í sjálfseignarstofnun til að hægt sé að stofna kennitölu í nafni sjóðsins en hingað til hefur verið unnið með kennitölu Mæðrastyrksnefndar. Stjórn verkefnisins er sammála um að eðlilegra sé að fjármunir geymist á reikningi sem tilheyrir öllum félögunum sem standa að baki samstarfinu.
Stjórn Eyjafjarðardeildar samþykkir að Ingibjörg haldi áfram vinnu við stofnun Velferðarsjóðs ásamt Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðishernum og Hjálparstarfi kirkjunnar. Samþykktir/starfsreglur verði lagðar fyrir stjórnina til samþykktar eða synjunar þegar þær liggja fyrir.

2. Skipting fjárframlags Heilbrigðisráðuneytis til skaðaminnkunarverkefna á árinu 2020
Farið var yfir málavexti. Stjórnin ítrekar stuðning sinn við aðgerðir formanns til að fá fram vilja ráðuneytisins varðandi skiptingu fjármagns ríkisins.

3. Fjárhagsuppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2021
Fjárhagsuppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2021 liggur nú fyrir. Deildarstjóri kynnti stöðuna á fundinum.

4. Fjárstuðningur við Rauða hálfmánann í Palestínu
Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun handa Rauða hálfmánanum í Palestínu.
Stjórn Eyjafjarðardeildar Rauða krossins samþykkir að leggja fram 1.500.000 kr. í söfnunina. Stjórnin skorar á aðrar Rauðakrossdeildir að styðja myndarlega við söfnunina.

5. Hlutverk stjórnarfólks í Eyjafjarðardeild (5. lið frestað til næsta fundar)

Önnur mál. Engin önnur mál.