• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Húnavatns­sýslum

Kennitala 690179-0329

 Rauði krossinn í Húnavatnssýslum var stofnaður 20. október 2015 þegar Rauði krossinn í Húnaþingi vestra og Austur-Húnavatnssýslu sameinuðust og var Lee Ann Maginnis kjörinn fyrsti formaður nýrrar deildar. Starfssvæði deildarinnar nær yfir Austur- og Vestur Húnavatnssýslu að frátöldu starfssvæði Skagastrandardeildar.

 Aðsetur Rauða krossins í Húnavatnssýslum er að Húnabraut 13 á Blönduósi. Ásamt því hefur deildin aðstöðu að Höfðabraut 30 á Hvammstanga.

 Starf deildarinnar

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og eru fjöldahjálparstöðvar í Austur-Húnavatnssýslu í Blönduskóla á Blönduósi, Húnavallaskóla og Húnaveri og í Vestur-Húnavatnssýslu í Félagsheimilinu Hvammstanga, Laugarbakka, Víðihlíð, Reykjaskóla og Grunnskólanum á Borðeyri.

Farið er í 7. bekki grunnskólanna og elstu árganga leikskólanna og börnunum sagt frá sögu og hugsjónum Rauða krossins.

Tekið er á móti notuðum fötum við Endurvinnslustöðina að Efstubraut á Blönduósi og við sjúkrabílageymslu við Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga við pakkhúsið, Strandgötu 1.

Deildin er með búð á Blönduósi þar sem seldur er notaður fatnaður, húsgögn og heimilisvörur. Einnig er mánaðarlega haldinn fata- og nytjamarkaður.

 Haldin eru skyndihjálparnámskeið eftir þörfum.

 Nánari upplýsingar um starf deildarinnar er í síma 570 4000.Stjórn

Húnavatnssýsludeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Ragnheiður Sólveig Ólafsdóttir Formaður formadur.hunavatn (hjá) redcross.is 8984128
Anna Aspar Ritari hansvil ( @ ) internet ( . ) is 8680674
Guðrún Ragnarsdóttir Gjaldkeri gjaldkeri.hunavatn (hjá) redcross.is 8937700
Olga Lind Geirsdóttir Meðstjórnandi olgalind ( @ ) simnet ( . ) is
Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir Meðstjórnandi thorgrimsstadir ( @ ) simnet ( . ) is 8626106
Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir Varamaður elisabeteir ( @ ) hotmail ( . ) co ( . ) uk 8569615
Sigþrúður Sigfúsdóttir Varamaður s.g.sigfusdottir ( @ ) gmail ( . ) com 7742508