• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Dýra- og Önundarfirði

Kennitala 700981-1269

Rauði krossinn í Dýra- og Önundarfirði var stofnaður 27. apríl 2021 eftir sameiningu Dýrafjarðardeildar og Önundarfjarðardeildar.

Rauði krossinn í Dýra- og Önundarfirði er ein fimm deilda á norðanverðum Vestfjörðum sem vinna saman í deildaráði að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að neyðarvörnum, skyndihjálp og að rjúfa félagslega einangrun.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og eru fjöldahjálparstöðvar í grunnskóla Önundarfjarðar og Holti í Önundarfirði.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega í samstarfi við aðrar deildir og fá nemendur í 10. bekk grunnskólans, ásamt nemendum frá Súðavík, Þingeyri og Suðureyri, skyndihjálparnámskeið í Holti.

Fatamóttaka er í Stefánsbúð á Þingeyri og á Flateyri.  Eimskip sér um flutningana endurgjaldslaust.


Stjórn

 HlutverkNafn Netfang 
FormaðurÁgústa Guðmundsdóttir  formadur.onundarfjordur (hjá) redcross.is  
Gjaldkeri Steinunn Ása Sigurðardóttir  gjaldkeri.onundarfjordur (hjá) redcross.is  
RitariJónína Hrönn Símonardóttir 
Meðstjórnandi Sigurður Jóhann Hafberg  
Meðstjórnandi Guðrún Snæbjörg Sigþórsdóttir 
VaramaðurGuðmundur Helgi Jónsson 
VaramaðurRagnhildur Torfadóttir