Rauði krossinn í Önundarfirði
Kennitala 700981-1269
Deildin var stofnuð 29. september 1981. Fyrsti formaður var Soffía Hólm. Deildin starfar i Önundarfirði.
Rauði krossinn í Önundarfirði er ein sex deilda á norðanverðum Vestfjörðum sem vinna saman í deildaráði að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að neyðarvörnum, skyndihjálp og að rjúfa félagslega einangrun. Deildin hefur aðstöðu í Félagsbæ.
Starf deildarinnar
Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og eru fjöldahjálparstöðvar í grunnskóla Önundarfjarðar og Holti í Önundarfirði.
Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega í samstarfi við aðrar deildir og fá nemendur í 10. bekk grunnskólans, ásamt nemendum frá Súðavík, Þingeyri og Suðureyri, skyndihjálparnámskeið í Holti.
Fatasöfnun er á Flateyri og ganga sjálfboðaliðar reglulega í hús og sækja fötin. Fötin eru flutt til Rauða krossins á Ísafirði þar sem sjálfboðaliðar sjá um að koma þeim til Fatasöfnunar Rauða krossins í Reykjavík. Eimskip sér um flutningana endurgjaldslaust.
Á Flateyri eru útlendingar hátt hlutfall íbúa. Deildin stendur reglulega fyrir ýmsum samfélagslegum verkefnum sem miða að því að virkja mannauð sem býr í fólki á svæðinu.