• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Skagafirði

Kennitala 620780-0229

Rauði krossinn í Skagafirði var stofnaður 11. júní 1940 og er því ein af elstu deildum félagsins. Fyrsti formaður deildarinnar var Torfi Bjarnason. Starfsvæði deildarinnar Skagafjörður.

Deildin hefur aðsetur að Aðalgötu 10 á Sauðárkróki.

Starf deildarinnar

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og eru fjöldahjálparstöðvar í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Grunnskólanum Hofsósi, Sólgörðum, Varmahlíðarskóla og Félagsheimilinu Héðinsminni. Skyndihjálparhópur bregst við ef upp kemur almannavarnaástand.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega.

Heimsóknavinir fá þjálfun og heimsækja gestgjafa eftir þörfum.

Föt sem framlag styður alþjóðlegt hjálparstarf. Sjálfboðaliðar útbúa fatapakka sem sendir eru til Hvíta-Rússlands.

Tekið er við notuðum fötum og sjálfboðaliðar sjá um að koma þeim til fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu. Móttaka er á Sauðárkróki við hús deildarinnar að Aðalgötu 10, við Kaupfélagið í Varmahlíð og við Kaupfélagið á Hofsósi. Haldnir eru fata- og nytjamarkaðir.

Deildin tekur þátt í neyðaraðstoð til einstaklinga og fjölskyldna fyrir jólin, í samvinnu við félagsþjónustuna og kirkjuna.

Nánari upplýsingar um starf deildarinnar er í síma 570 4000.

Stjórn

 HlutverkNafn Netfang 
 FormaðurGuðný Zoega formadur.skagafjordur (hjá) redcross.is  
 RitariSólborg Una Pálsdóttir 
Gjaldkeri Halla Þóra Másdóttir  gjaldkeri.skagafjordur (hja) redcross.is 
Meðstjórnandi Halla Rut Stefánsdóttir  
Meðstjórnandi Þorlákur Snær Helgason 
Varamaður Eyrún Sævarsdóttir 
Varamaður Unnur Gréta Haraldsdóttir