• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn á Skagaströnd

Kennitala 640593-2539

Rauði krossinn á Skagaströnd var stofnaður 31. mars 1993. Fyrsti formaður deildarinnar var Pétur Eggertsson. Starfsvæði deildarinnar nær frá Laxá í suðri að sýslumörkum Austur- Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu út á Skaga. 

 Deildin hefur aðstöðu að Vallarbraut 4.

 Starf deildarinnar

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og er fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Skagaströnd. Skyndihjálparhópur bregst við ef upp kemur almannavarnaástand.

Heimsóknavinir fá þjálfun og heimsækja gestgjafa eftir þörfum.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega.

Föt sem framlag styður alþjóðlegt hjálparstarf. Sjálfboðaliðar útbúa fatapakka sem sendir eru til Hvíta-Rússlands.

Tekið er við notuðum fötum og sjálfboðaliðar sjá um að koma þeim til fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu. Móttaka er við hús deildarinnar að Vallarbraut 4. Haldnir eru fata- og nytjamarkaðir.

Deildin tekur þátt í jólaaðstoð í gegnum jólasjóðinn „Hjálpumst að um jólin“ í samstarfi við félags- og skólaþjónustu Austur-Húnavatnssýslu og kirkjuna.

Nánari upplýsingar um starf deildarinnar er í síma 570 4000.

Stjórn

 HlutverkNafnNetfang 
 FormaðurJensína Lýðsdóttir [email protected] 
 GjaldkeriJóhanna Sigurjónsdóttir [email protected] 
 MeðstjórnandiJóhanna Guðrún Karlsdóttir  
 MeðstjórnandiÞórunn Elva Ævarsdóttir  
 VaramaðurPétur Eggertsson