• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Súgandafirði

Kennitala 620780-2789

Súgandafjarðardeild var stofnuð 14. júní 1963.

Rauði krossinn í Súgandafirði er ein sex deilda á norðanverðum Vestfjörðum sem vinna saman í deildaráði að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að neyðarvörnum, skyndihjálp og að rjúfa félagslega einangrun. Deildin hefur aðstöðu í björgunarsveitarhúsinu og heldur þar fundi einu sinni í mánuði að jafnaði.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá þjálfun reglulega í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og er fjöldahjálparstöðin í grunnskóla Suðureyrar.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega í samstarfi við aðrar deildir og 10. bekkur grunnskólans fær skyndihjálparnámskeið.

Heimsóknavinir fá þjálfun og fara til gestgjafa eftir þörfum.

Fatagámur er staðsettur við björgunarsveitarhúsið og sjálfboðaliðar sjá um að koma fötunum til Flytjanda sem flytur þau endurgjaldslaust til Fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 456 3180.


Stjórn

Súgandafjarðardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Valdimar Jón Halldórsson Formaður formadur.sugandafjordur (hjá) redcross.is
Bergrós Eva Valsdóttir Gjaldkeri gjaldkeri.sugandafjordur ( @ ) redcross ( . ) is
Emilia Agata Górecka Meðstjórnandi
Ævar Guðmundsson Meðstjórnandi
Þorleifur Kristján Sigurvinsson Meðstjórnandi
Guðmundur Ágústsson Varamaður
Lilja Einarsdóttir Varamaður