• _SOS8734
  • Arnessysludeild-basar

Rauði krossinn í Árnessýslu

Kennitala 620780-2279

Deildin var stofnuð í ágúst 1957. Fyrsti formaður deildarinnar var Bjarni Guðmundsson héraðslæknir. Stjórn fundar að jafnaði einu sinni í mánuði yfir veturinn. Starfssvæði deildarinnar er öll Árnessýsla án Hveragerðis.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Neyðarvarnir deildarinnar eru sameiginlegar með Hveragerðisdeild. Sjálfboðaliðar fá fræðslu og þjálfun til að bregðast við neyðarástandi. Fjöldahjálparstöðvar eru á Laugarvatni, Flúðum, Selfossi, Stokkseyri og í Þorlákshöfn. 

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga og námskeið í sálrænum stuðningi eru haldin eftir þörfum. Námskeiðið Börn og umhverfi eru haldin á vorin.

Heimsóknavinir heimsækja á einkaheimili, dvalarheimili og stofnanir. Einnig er hægt að fá hund með í heimsókn. Heimsóknavinir sækja námskeið og fræðslu áður en þeir hefja heimsóknir.

Föt sem framlag er verkefni Árnessýsludeildar sem styður við við alþjóðlegt hjálparstarf.

Sjálfboðaliðar deildarinnar, auk fólks í félagsstarfi aldraðra og íbúum á dvalarheimilum, útbúa staðlaða fatapakka til stuðnings fátækum í Hvíta Rússlandi.

Prjónahópur Árnessýsludeildar hittist einu sinni í viku allt árið og prjóna og sauma ýmis konar varning sem seldur er á árlegum basar deildarinnar í október. Basarinn er stærsta einstaka fjáröflun deildarinnar.

Fatasöfnun er á starfssvæði deildarinnar og eru fatagámar staðsettir víða í sýslunni.

Á Selfossi eru gámar við BYKO á Selfossi og á gámasvæði sveitarfélagsins Víkurheiði 4.

Í minni bæjum og dreifbýli sýslunnar eru fatagámar yfirleitt staðsettir við áhaldahús eða gámasvæði sveitarfélaganna. Fatnaður er sendur til Fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 482 4445 og 892 1743 og með því að senda póst á netfangið: arnessysla@redcross.is
 

Rauði krossinn í Árnessýslu
Eyrarvegi 23, 800 Selfoss

Skrifstofan er opin sem hér segir:

mánudaga frá  kl. 12 til 15,
þriðjudaga frá  kl. 11 til 14,
miðvikudaga frá kl. 12 til 15,
fimmtudaga frá kl.  11 til 14.
Lokað á föstudögum.

Símar 482 4445 og 892 1743
Netfang: arnessysla@redcross.is

 

Deildarstjóri: Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir


Stjórn

Árnesingadeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Petrína Freyja Sigurðardóttir Formaður formadur.arnessysla (hjá) redcross.is 8486028
Svala Sigurgeirsdóttir Ritari svalasig ( @ ) simnet ( . ) is 8611163
Hugrún Ósk Guðmundsdóttir Gjaldkeri gjaldkeri.arnessysla (hjá) redcross.is 8681719
Katrín Stefanía Klemenzardóttir Meðstjórnandi amma ( @ ) kataklemma ( . ) is 8449909
Árni Páll Hafþórsson Varamaður arnihaff ( @ ) gmail ( . ) com 7701041
Esra Ósmann Víglundsson Varamaður esraosmann89 ( @ ) gmail ( . ) com 7721233