• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Grindavík

Kennitala 550480-0429

 Stjórn deildarinnar fundar einu sinni í mánuði yfir veturinn. Starfssvæði deildarinnar er Grindavík.

Deildin hefur aðsetur að Hafnargötu 13 í Grindavík.

Starf deildarinnar

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Samstarf er við Suðurnesjadeild um framkvæmd neyðarvarna á Suðurnesjum. Stór þáttur í neyðarvörnum á svæðinu tengist Keflavíkurflugvelli, en Rauði krossinn er jafnan kallaður til þegar hætta er á neyð vegna flugs. Sjálfboðaliðar fá fræðslu og þjálfun til að bregðast við neyðarástandi og taka þátt í flugslysaæfingum á Keflavíkurflugvelli. Fjöldahjálparstöð er í Grunnskóla Grindavíkur.

Skyndihjálparnámskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga eru haldin eftir þörfum og námskeiðið Börn og umhverfi er haldið þegar næg þátttaka fæst. Einnig er boðið upp á námskeið í sálrænum stuðningi þegar þess er óskað.

Föt sem framlag styður alþjóðlegt hjálparstarf. Sjálfboðaliðar hittast vikulega til að prjóna og sauma og útbúa staðlaða fatapakka sem sendir eru til fátækra í Hvíta-Rússlandi.

Fatasöfnun er á starfssvæði deildarinnar og er fatagámur staðsettur við húsnæði deildarinnar. Sjálfboðaliðar tæma gámana og flokka fatnaðinn áður en hann er sendur til Fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu.

Árlega taka sjálfboðaliðar deildarinnar á móti börnum úr leikskólum bæjarins og kynna þeim starf Rauða krossins.

Deildin tekur þátt í árlegri aðventuhátíð í bænum og kynnir þar Rauða krossinn og starf deildarinnar.

 Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 426 7787.


Stjórn

Grindavíkurdeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Gunnar Margeir Baldursson Formaður formadur.grindavik(hjá)redcross.is
Guðbjörg Ingibergsdóttir Ritari
Ágústa Halldóra Gísladóttir Gjaldkeri gjaldkeri.grindavik (hjá) redcross.is
Aldís Hauksdóttir Meðstjórnandi