• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Grindavík

Kennitala 550480-0429

 Stjórn deildarinnar fundar einu sinni í mánuði yfir veturinn. Starfssvæði deildarinnar er Grindavík.

Deildin hefur aðsetur að Hafnargötu 13 í Grindavík.

Starf deildarinnar

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Samstarf er við Suðurnesjadeild um framkvæmd neyðarvarna á Suðurnesjum. Stór þáttur í neyðarvörnum á svæðinu tengist Keflavíkurflugvelli, en Rauði krossinn er jafnan kallaður til þegar hætta er á neyð vegna flugs. Sjálfboðaliðar fá fræðslu og þjálfun til að bregðast við neyðarástandi og taka þátt í flugslysaæfingum á Keflavíkurflugvelli. Fjöldahjálparstöð er í Grunnskóla Grindavíkur.

Skyndihjálparnámskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga eru haldin eftir þörfum og námskeiðið Börn og umhverfi er haldið þegar næg þátttaka fæst. Einnig er boðið upp á námskeið í sálrænum stuðningi þegar þess er óskað.

Föt sem framlag styður alþjóðlegt hjálparstarf. Sjálfboðaliðar hittast vikulega til að prjóna og sauma og útbúa staðlaða fatapakka sem sendir eru til fátækra í Hvíta-Rússlandi.

Fatasöfnun er á starfssvæði deildarinnar og er fatagámur staðsettur við húsnæði deildarinnar. Sjálfboðaliðar tæma gámana og flokka fatnaðinn áður en hann er sendur til Fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu.

Árlega taka sjálfboðaliðar deildarinnar á móti börnum úr leikskólum bæjarins og kynna þeim starf Rauða krossins.

Deildin tekur þátt í árlegri aðventuhátíð í bænum og kynnir þar Rauða krossinn og starf deildarinnar.

 Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 426 7787.


Stjórn

Grindavíkurdeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Kolbrún Una Jóhannsdóttir Formaður formadur.grindavik(hjá)redcross.is
Guðbjörg Ingibergsdóttir Ritari
Ágústa Halldóra Gísladóttir Gjaldkeri gjaldkeri.grindavik (hjá) redcross.is
Aldís Hauksdóttir Meðstjórnandi
Gunnar Margeir Baldursson Meðstjórnandi