• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Hveragerði

Kennitala 660593-2769

Deildin var stofnuð árið 1993. Fyrsti formaður deildarinnar var Sigurjón Skúlason. Stjórn fundar að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Starfssvæði deildarinnar er Hveragerði.

Deildin er með aðsetur að Austurmörk 7 í Hveragerði.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Samstarf er við Árnessýsludeild um framkvæmd neyðarvarna í sýslunni. Sjálfboðaliðar fá fræðslu og þjálfun til að bregðast við neyðarástandi. Fjöldahjálparstöð er staðsett í Grunnskóla Hveragerðis.

Skyndihjálparnámskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga eru haldin eftir þörfum. Einnig er boðið uppá námskeið í sálrænum stuðningi þegar þess er óskað. Námskeiðið Börn og umhverfi er haldið á vordögum þegar næg þátttaka fæst.

Heimsóknavinir heimsækja á einkaheimili og dvalarheimili. Á dvalarheimilum er gjarnan lesið fyrir litla hópa fólks en einnig er sönghópur starfandi sem heimsækir á dvalarheimili og syngur með fólkinu. Sjálfboðaliðar fara á námskeið til undirbúnings heimsóknum áður en þeir hefja störf.

Föt sem framlag styður alþjóðlegt hjálparstarf. Sjálfboðaliðar hittast vikulega til að prjóna og sauma og útbúa staðlaða fatapakka sem sendir eru til fátækra í Hvíta-Rússlandi.

Fatasöfnun er í Hveragerði og er fatagámur staðsettur á gámasvæði sveitarfélagsins. Fatnaðurinn er sendur til Fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu.


Stjórn

Hveragerðisdeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Eyvindur Bjarnason Formaður formadur.hveragerdi (hjá) redcross.is 8930324
Sigurður Valur Magnússon Varaformaður sigvalurm ( @ ) gmail ( . ) com 8224211
Ingibjörg Ingadóttir Ritari ingibjorgi ( @ ) hveragerdi ( . ) is 8448592
Guðlaug M Christensen Gjaldkeri gjaldkeri.hveragerdi (hjá) redcross.is 8621604
Örn Guðmundsson Meðstjórnandi ornsilungur ( @ ) hotmail ( . ) com 8980331
Steinunn Þorfinnsdóttir Meðstjórnandi steinaalda ( @ ) gmail ( . ) com 8453042
Ásta Björg Ásgeirsdóttir Varamaður astaasg ( @ ) hotmail ( . ) com 6900774
Margrét Haraldardóttir Varamaður maggahar ( @ ) simnet ( . ) is 8616200