• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Rangárvalla­sýslu

Kennitala 570480-0499

Deildin var stofnuð 15. mars 1977. Fyrsti formaður var Jón Ögmundsson, Rauðalæk. Stjórn fundar að jafnaði mánaðarlega yfir veturinn. Starfssvæði deildarinnar er Rangárvallasýsla.
Aðsetur deildarinnar er að Hvolsvegi 31 á Hvolsvelli.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar deildarinnar fá fræðslu og þjálfun til að bregðast við neyð. Fjöldahjálparstöðvar á starfssvæði deildarinnar eru í Hvolsskóla á Hvolsvelli, grunnskólanum á Hellu, félagsheimilinu að Laugarlandi í Holtum og Gunnarshólma.

Skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænum stuðningi eru haldin eftir þörfum. Einnig er námskeiðið Börn og umhverfi haldið ef næg þátttaka næst.

Föt sem framlag er verkefni sem styður við alþjóðlegt hjálparstarf. Sjálfboðaliðar hittist vikulega í safnaðarheimilinu á Hellu og útbúa fatapakka sem sendir eru til Hvíta-Rússlands.

Fatasöfnun er á vegum deildarinnar og eru fatagámar staðsettir á Hvolsvelli og Hellu. Sjálfboðaliðar tæma gámana og koma fötunum til Fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 482 2106.Stjórn

Rangárvallasýsludeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Árni Þorgilsson Formaður formadur.rangarvallasysla (hjá) redcross.is
Sveinn Kristján Rúnarsson Ritari
Siv Emma Sissela Rosén Gjaldkeri gjaldkeri.rangarvallasysla (hjá) redcross.is
Ágúst Leó Sigurðsson Meðstjórnandi
Sigurborg Chyntia Karlsdóttir Meðstjórnandi
Magnús Ragnarsson Varamaður
Margrét Einarsdóttir Varamaður