• 181-3

Rauði krossinn á Suðurnesjum

Kennitala 620780-0659

Rauði krossinn á Suðurnesjum varð til á vormánuðum 2020 við sameiningu deilda Rauða krossins á Suðurnesjum og í Grindavík. Starfssvæði deildarinnar er Reykjanesbær, Grindavík, Sandgerði, Vogar og Garður.

Deildin sinnir ýmsum verkefnum

Neyðarvarnir og fjöldahjálp. Stór þáttur í neyðarvörnum á svæðinu tengist Keflavíkurflugvelli en Rauði krossinn er jafnan kallaður til þegar hætta er á neyð vegna flugs. Sjálfboðaliðar fá fræðslu og þjálfun til að bregðast við neyðarástandi og taka þátt í flugslysaæfingum á Keflavíkurflugvelli. Fjöldahjálparstöðvar eru í Reykjanesbæ, Sandgerði, Garði, Vogum og Höfnum.

Frú Ragnheiður er verkefni sem byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar í vinnu með einstaklingum sem eiga við vímuefnavanda að stríða. Verkefnið hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og húsnæðislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðisþjónustu og nálaskiptiþjónustu.

Skyndihjálp og námskeið í sálrænum stuðningi eru haldin eftir þörfum. Námskeiðið Börn og umhverfi eru haldin á vorin þegar næg þátttaka fæst.

Heimsóknavinir heimsækja á einkaheimili, dvalarheimili og stofnanir. Heimsóknavinir sækja námskeið og fræðslu áður en þeir hefja heimsóknir.

Krosssaumur er verkefni deildarinnar þar sem sjálfboðaliðar hittast með leiðbeinanda sínum og hanna og sauma upp úr gömlum fatnaði og efnum, varning sem seldur er í Rauða kross búð deildarinnar.

Fatasöfnun er á starfssvæði deildarinnar og eru fatagámar að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ og Hafnargötu 13 í Grindavík. Sjálfboðaliðar tæma gámana og flokka fatnaðinn.

Verslun með notaðan fatnað er starfrækt í húsnæði deildarinnar en einnig er fataúthlutun reglulega til þeirra sem þurfa á að halda. Fatnaður sem ekki er seldur eða úthlutað á starfssvæði deildar er sendur til Fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu.

Leiðsögumenn flóttafólks eru sjálfboðaliðar sem kynnast og aðstoða nýkomna einstaklinga eða fjölskyldu sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi. Allir sem fengið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi er boðið að taka þátt í þessu verkefni.

Til að óska eftir leiðsögumanni á Suðurnesjum eða til að gerast leiðsögumaður hafið samband við Þorbjörgu (flottamenn.sudurnes(hja)redcross.is).

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 420 4700 og með því að senda póst á netfangið skrifstofa.sudurnes (hjá) redcross.is

Rauði krossinn á Suðurnesjum 

Stjórn

Hlutverk Nafn  Netfang 
 Formaður  G. Herbert Eyjólfsson formadur.sudurnes (hjá) redcross.is
 Varaformaður Soffía Kristjánsdóttir   
Gjaldkeri  Guðlaug Sigurðardóttir  gjaldkeri.sudurnes (hjá) redcross.is 
Ritari  Gunnar Margeir Baldursson   
 Meðstjórnandi Eyþór Rúnar Þórarinsson   
 Meðstjórnandi Gunnar Jón Ólafsson   
 Meðstjórnandi Hanna Björg Margrétardóttir   
Varamaður Eyrún Antonsdóttir   
 Varamaður María Steinunn Guðmundsdóttir   

 

Smiðjuvöllum 8, 230 Reykjanesbær
Opið frá kl. 13:00 til 16:00 mánudaga - fimmtudaga en lokað á föstudögum.
Sími 420 4700
Netfang: [email protected]

Deildarstjóri: Fanney Grétarsdóttir