Rauði krossinn á Suðurnesjum

Kennitala 620780-0659

Deildin var stofnuð 24. nóvember 1984. Fyrsti formaður deildarinnar var Árni V. Árnason. Stjórn fundar að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Starfssvæði deildarinnar er Reykjanesbær, Sandgerði, Vogar og Garður.

Deildin er með aðsetur að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ. Skrifstofa deildarinnar er opin mánudaga - fimmtudaga kl. 13 -16:00 en lokað er á föstudögum. Rauða kross búðin er opin miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13-17 og þriðjudaga frá 16 - 18. 

Lokunartímar yfir hátíðirnar
Skrifstofa Rauða krossins á Suðurnesjum er lokuð frá og með 23. desember til 6. janúar

Verslunin er lokuð frá og með 12. desember til 7. janúar.

The Red Cross office in Suðurnes is closed from the 23. of December - 6. of January

The store is closed from December 12. to January the 7. 

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Samstarf er við Grindavíkurdeild um framkvæmd neyðarvarna á Suðurnesjum. Stór þáttur í neyðarvörnum á svæðinu tengist Keflavíkurflugvelli en Rauði krossinn er jafnan kallaður til þegar hætta er á neyð vegna flugs. Sjálfboðaliðar fá fræðslu og þjálfun til að bregðast við neyðarástandi og taka þátt í flugslysaæfingum á Keflavíkurflugvelli. Fjöldahjálparstöðvar eru í Reykjanesbæ, Sandgerði, Garði, Vogum og Höfnum.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga og námskeið í sálrænum stuðningi eru haldin eftir þörfum. Námskeiðið Börn og umhverfi eru haldin á vorin þegar næg þátttaka fæst.

Heimsóknavinir heimsækja á einkaheimili, dvalarheimili og stofnanir. Heimsóknavinir sækja námskeið og fræðslu áður en þeir hefja heimsóknir.

Krosssaumur er verkefni deildarinnar þar sem sjálfboðaliðar hittast með leiðbeinanda sínum og hanna og sauma upp úr gömlum fatnaði og efnum, varning sem seldur er í Rauða kross búð deildarinnar. Samvinna í þessu verkefni er við Björgina, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja.

Fatasöfnun er á starfssvæði deildarinnar og er fatagámur staðsettur við húsnæði deildarinnar. Sjálfboðaliðar tæma gámana og flokka fatnaðinn.

Verslun með notaðan fatnað er starfrækt í húsnæði deildarinnar en einnig er fataúthlutun reglulega til þeirra sem þurfa á að halda. Fatnaður sem ekki er seldur eða úthlutað á starfssvæði deildar er sendur til Fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu.

Leiðsögumenn flóttafólks eru sjálfboðaliðar sem kynnast og aðstoða nýkomna einstaklinga eða fjölskyldu sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi. Allir sem fengið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi er boðið að taka þátt í þessu verkefni.

Leiðsögumannapörin hittast í 4-6 klst. á mánuði í eitt ár. Í sameiningu ákveða þeir hvar og hvenær þeir vilja hittast. Leiðsögumannapörin hafa verið að hittast t.d. á kaffihúsum, bókasöfnum eða heima hjá hvort öðru. Allt sem þeim fer á milli er bundið þagnaskyldu.

Leiðsögumenn verða vinir þeirra nýkomnu, svara spurningum um lífið á Íslandi, æfa íslensku eða ensku, tala um íslenska menningu og/eða aðstoða við praktísk úrlausnarefni eins og atvinnuleit, skólaumsóknir og þýðingar bréfa sem berast á íslensku.

Markmið verkefnisins er sameiginleg aðlögun. Sjálfboðaliðarnir styðja fólks til sjálfstæðis í nýju landi með því að aðstoða þau við að nýta hæfileika sína og þau tækifæri sem eru fyrir hendi til að farnast vel á Íslandi. Þátttakendur eignast nýja vini, styrkja félagsnet sitt, öðlast nýja innsýn inn í íslenskt kerfi og læra um menningu, tungumál og hefðir hvers annars.

Lengd verkefnisins? Leiðsögumannaverkefnið nær yfir 12 mánaða tímabil. Sjálfboðaliðinn eyðir um 4-6 klst. mánaðarlega í verkefnið.

Hverjir geta orðið leiðsögumenn? þeir sem eru orðnir 24 ára, eru tilbúnir að gefa af sér 4-6 tíma mánaðarlega yfir 12 mánaða tímabil, séu opnir og áhugasamir um fólk og aðra menningarheima, tali íslensku og ensku.

Allir sjálfboðaliðar þurfa að sitja námskeið um málefni innflytjenda sem Rauði krossinn heldur. Námskeiðið er á tveggja mánaða fresti, er opið öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu.

Til að óska eftir leiðsögumanni á Suðurnesjum eða til að gerast leiðsögumaður hafið samband við Þorbjörgu  (flottamenn.sudurnes(hja)redcross.is).


Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 420 4700 og með því að senda póst á netfangið sudredcross (hjá) sudredcross.is

Rauði krossinn á Suðurnesjum 

Smiðjuvöllum 8, 230 Reykjanesbær
Opið frá kl. 13:00 til 16:00 mánudaga - fimmtudaga en lokað á föstudögum.
Sími 420 4700
Netfang: skrifstofa.sudurnes@redcross.is

Deildarstjóri: Fanney GrétarsdóttirStjórn

Suðurnesjadeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Hannes Friðriksson Formaður formadur.sudurnes (hjá) redcross.is
Soffía Kristjánsdóttir Varaformaður
Birna Dua Ritari
Guðlaug Helga Sigurðardóttir Gjaldkeri gjaldkeri.sudurnes (hjá) redcross.is
Eyþór Rúnar Þórarinsson Meðstjórnandi
Guðjón Herbert Eyjólfsson Varamaður
Eyrún Antonsdóttir Varamaður