Rauði krossinn í Vestmannaeyjum
Kennitala 620780-1899
Deildin var stofnuð 23. mars 1941. Fyrsti formaður deildarinnar var Ólafur Lárusson, héraðslæknir. Stjórn fundar að jafnaði mánaðarlega yfir veturinn. Starfssvæði deildarinnar er Vestmannaeyjar.
Deildin hefur aðsetur í Arnardrangi að Hilmisgötu 11. Skrifstofa deildarinnar er opin kl. 16 - 18 á mánudögum og miðvikudögum yfir vetrartímann.
Starf deildarinnar
Skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænum stuðningi eru haldin eftir þörfum og á vorin er námskeiðið Börn og umhverfi haldið.
Heimsóknavinir heimsækja á einkaheimili og dvalarheimili. Þeir sækja undirbúningsnámskeið áður en heimsóknir hefjast.
Fatasöfnun er í Vestmannaeyjum og getur fólk farið með fatnað í fatagám sem staðsettur er í afgreiðslu Eimskips við höfnina og í húsnæði deildarinnar á opnunartíma á mánudögum og miðvikudögum kl. 16 -18.
Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 481 1956 eða 482 2106.
Hlutverk | Nafn | Netfang |
---|---|---|
Formaður | Geir Jón Þórisson | formadur.vestmannaeyjar (hjá) redcross.is |
Varaformaður | Sigmar Georgsson | |
Ritari | Hugrún Magnúsdóttir | |
Gjaldkeri | Þórunn Jónsdóttir | gjaldkeri.vestmannaeyjar (hjá) redcross.is |
Meðstjórnandi | Óskar Pétur Friðriksson | |
Meðstjórnandi | Guðrún Snæbjörnsdóttir | |
Meðstjórnandi | María Guðbjörg Pálmadóttir |
Rauði krossinn í Vestmannaeyjum
Hilmisgötu 11, 900 Vestmannaeyjar
Opið kl. 16 - 18 á mánudögum og miðvikudögum yfir vetrartímann.
Sími 481 1956
Netfang: rkieyjar@gmail.com