• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Vestmanna­eyjum

Kennitala 620780-1899

Deildin var stofnuð 23. mars 1941. Fyrsti formaður deildarinnar var Ólafur Lárusson, héraðslæknir. Stjórn fundar að jafnaði mánaðarlega yfir veturinn. Starfssvæði deildarinnar er Vestmannaeyjar.

Deildin hefur aðsetur í Arnardrangi að Hilmisgötu 11.
Skrifstofa deildarinnar er opin kl. 16 - 18 á mánudögum og miðvikudögum yfir vetrartímann.

Skrifstofan er lokuð í sumar og opnar aftur 1. september. 

Starf deildarinnar

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar deildarinnar fá fræðslu og þjálfun til að bregðast við neyðarástandi og taka þátt í flugslysaæfingum á Vestmannaeyjaflugvelli. Fjöldahjálparstöðvar eru í grunnskóla Vestmannaeyja (Barnaskólanum) og Arnardrangi.

Skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænum stuðningi eru haldin eftir þörfum og á vorin er námskeiðið Börn og umhverfi haldið.

Heimsóknavinir heimsækja á einkaheimili og dvalarheimili. Þeir sækja undirbúningsnámskeið áður en heimsóknir hefjast.

Fatasöfnun er í Vestmannaeyjum og getur fólk farið með fatnað í fatagám sem staðsettur er í afgreiðslu Eimskips við höfnina og í húsnæði deildarinnar á opnunartíma á mánudögum og miðvikudögum kl. 16 -18.

Stjórn

 HlutverkNafn Netfang 
 FormaðurGeir Jón Þórisson formadur.vestmannaeyjar (hjá) redcross.is  
 VaraformaðurSigmar Georgsson 
 RitariHugrún Magnúsdóttir  
 GjaldkeriÞórunn Jónsdóttir gjaldkeri.vestmannaeyjar (hjá) redcross.is
 MeðstjórnandiÓskar Pétur Friðriksson  
 Varamaður Guðrún Snæbjörnsdóttir 
 VaramaðurMaría Pálmadóttir 


Rauði krossinn í Vestmannaeyjum
Hilmisgötu 11, 900 Vestmannaeyjar
Lokað er til 1. september vegna sumarfría
Sími 899-2515
Netföng: formadur.vestmannaeyjar (hjá) redcross.is og gjaldkeri.vestmannaeyjar (hjá) redcross.is