Víkurdeild Rauða krossins á Íslandi
Kennitala 670379-0789
Deildin var stofnuð 28. febrúar 1976. Fyrsti formaður var Björn Ármann Ólafsson Vík. Stjórn fundar að jafnaði mánaðarlega yfir veturinn. Starfssvæði deildarinnar er allur Mýrdalshreppur og Austur-Eyjafjöll frá Steinum í vestri. Deildin hefur aðsetur að Suðurvíkurvegi 4 í Vík.
Starf deildarinnar
Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar fá fræðslu og þjálfun í að bregðast við neyð. Deildin tekur þátt í árlegri rýmingaráætlun vegna Kötlugoss. Fjöldahjálparstöðvar eru staðsettar í Víkurskóla og Skógaskóla.Skyndihjálparnámskeið og námskeið í sálrænum stuðningi eru haldin eftir þörfum. Námskeiðið Börn og umhverfi eru haldin í samstarfi við Víkurskóla.
Heimsóknavinir Víkurdeildar heimsækja og spila við heimilismenn Hjallatúns og einnig fara heimsóknavinir í ökuferðir með gestgjafa sína. Heimsóknavinir sækja undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja heimsóknir.
Fatasöfnun er á vegum deildarinnar og eru tveir fatagámar í Vík, annar við Sláturhúsið og hinn við Slökkvistöðina. Fatagámur undir Eyjafjölum er við Mini Market í Skarðshlíð. Sjálfboðaliðar tæma gámana og senda fatnaðinn til Fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu.
Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 482 2106.
Stjórn
Hlutverk | Nafn | Netfang |
---|---|---|
Formaður | Árni Jóhannsson | formadur.vik (hjá) redcross.is |
Ritari | Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir | |
Gjaldkeri | Guðrún Inga Sveinsdóttir | gjaldkeri.vik (hjá) redcross.is |
Meðstjórnandi | Brian Roger C. Haroldsson | |
Meðstjórnandi | Kristína Henzler | |
Varamaður | Guðrún Hildur Kolbeins | |
Varamaður | Pálmi Kristjánsson | |
Varamaður | Vala Hauksdóttir | |
Varamaður | Þórdís Erla Ólafsdóttir |