Rauði krossinn í Bolungarvík
Kennitala 620780-3089
Rauði krossinn í Bolungarvík starfar í sveitarfélaginu Bolungarvík og er ein af sex deildum á norðanverðum Vestfjörðum sem vinna saman í deildaráði að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að neyðarvörnum, skyndihjálp og að rjúfa félagslega einangrun.
Deildin hefur aðsetur í húsnæði björgunarsveitarinnar og heldur fundi einu sinni í mánuði að jafnaði.
Starf deildarinnar
Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og er fjöldahjálparstöðin í grunnskóla Bolungarvíkur. Deildin á einn fulltrúa í áfallateymi sem starfar á norðanverðum Vestfjörðum. Teymið er skipað sjálfboðaliðum sem fá reglulega fræðslu og sinna útköllum.
Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega bæði í samstarfi við aðrar deildir og einnig fær 10. bekkur grunnskólans skyndihjálparnámskeið árlega. Upplýsingar um námskeið má fá á heimasíðu félagsins.
Heimsóknavinir hafa fengið þjálfun og eru reiðubúnir til að fara í heimsóknir í Bolungarvík.
Fatagámur er staðsettur við björgunarsveitarhúsið og sjálfboðaliðar sjá um að koma fötunum með Eimskip í Fatasöfnun Rauða krossins.
Hlutverk | Nafn | Netfang |
---|---|---|
Formaður | Kristín Ósk Jónsdóttir | formadur.bolungarvik (hjá) redcross.is |
Ritari | Margrét Sæunn Hannesdóttir | |
Gjaldkeri | Katrín Pálsdóttir | gjaldkeri.bolungarvik (hjá) redcross.is |
Meðstjórnandi | Anna Magdalena Preisner | |
Meðstjórnandi | Ragna Salóme Þórisdóttir | |
Varamaður | Guðný Hildur Magnúsdóttir | |
Varamaður | Jóhanna Ósk Halldórsdóttir |