• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Dýrafirði

Kennitala 641182-0289

Rauði krossinn í Dýrafirði er ein af sex deildum á Vestfjörðum sem vinna saman í deildaráði að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að því að rjúfa félagslega einangrun fólks, neyðarvörnum og skyndihjálp. Deildin er með starfsemi í Stefánsbúð á Þingeyri og heldur stjórnarfundi að jafnaði einu sinni í mánuði. Prjónakvöld eru reglulega á fimmtudagskvöldum kl. 20 og hefur prjónlesið m.a. verið sent í hjálparstarf.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og er fjöldahjálparstöðin í húsnæði grunnskólans á Þingeyri.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega á Þingeyri og einnig í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu. Allir nemendur í 10. bekk fá skyndihjálparnámskeið á hverju ári.

Fatamóttaka er í Stefánsbúð á Þingeyri og eru fötin flutt í Fatasöfnun á höfuðborgarsvæðinu.

Deildin fer á hverju ári í sumarferð með eldri borgurum og býður í sumarkaffi að Núpi í Dýrafirði.

Stjórn

 HlutverkNafn Netfang 
FormaðurJónína Hrönn Símonardóttir    formadur.dyrafjordur (hjá) redcross.is
RitariRagnheiður Halla Ingadóttir  
MeðstjórnandiAusra Kamarauskaité  
MeðstjórnandiGuðrún Snæbjörg Sigþórsdóttir  
MeðstjórnandiKristín Þórunn Helgadóttir  
VaramaðurGuðmundur G Guðmundsson  
Varamaður Guðmundur Helgi Jónsson