• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Dýrafirði

Kennitala 641182-0289

Rauði krossinn í Dýrafirði er ein af sex deildum á Vestfjörðum sem vinna saman í deildaráði að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að því að rjúfa félagslega einangrun fólks, neyðarvörnum og skyndihjálp. Deildin er með starfsemi í Stefánsbúð á Þingeyri og heldur stjórnarfundi að jafnaði einu sinni í mánuði. Prjónakvöld eru reglulega á fimmtudagskvöldum kl. 20 og hefur prjónlesið m.a. verið sent í hjálparstarf.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og er fjöldahjálparstöðin í húsnæði grunnskólans á Þingeyri.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega á Þingeyri og einnig í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu. Allir nemendur í 10. bekk fá skyndihjálparnámskeið á hverju ári.

Fatamóttaka er í Stefánsbúð á Þingeyri og eru fötin flutt í Fatasöfnun á höfuðborgarsvæðinu.

Deildin fer á hverju ári í sumarferð með eldri borgurum og býður í sumarkaffi að Núpi í Dýrafirði.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 456 3180.


Stjórn

Dýrafjarðardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Jónína Hrönn Símonardóttir Formaður formadur.dyrafjordur (hjá) redcross.is
Ragnheiður Halla Ingadóttir Ritari
Ausra Kamarauskaité Meðstjórnandi
Guðrún Snæbjörg Sigþórsdóttir Meðstjórnandi
Kristín Þórunn Helgadóttir Meðstjórnandi
Guðmundur G Guðmundsson Varamaður
Guðmundur Helgi Jónsson Varamaður